Fyrirfram afskrifuð lán

Lán til Spánar er hægt óhætt hægt að afskrifa um leið og búið er að veita það. Það mun aldrei verða greitt til baka. Hið sama gildir um lán til fjölmargra annarra ríkja.

Þessi lán verða "afgreidd" en ekki greidd upp, a.m.k. ekki af lántakandanum. Margar leiðir eru til þess að losna við skuldirnar: 

  • Ganga til nauðasamninga og fá afskriftir.
  • Prenta peninga upp í skuldirnar og borga þær þannig með rýrnun kaupmáttar.
  • Hreinlega lýsa því yfir að lán verði ekki greidd aftur (eigur opinberra eininga er yfirleitt ekki hægt að hirða upp í skuldir eins og gengur og gerist með almúgann og fyrirtæki).
  • Sníkja af Þjóðverjum og láta þá borga (bráðum hættir það samt að ganga).

Lífeyrissjóðir, Kínverjar og aðrir kaupa skuldabréf tæknilega gjaldþrota ríkja af ýmsum ástæðum og þurfa í raun Spán og önnur gjaldþrota ríki til að "koma peningum í verð" (lán til Spánverja borga þokkalega vexti á pappírunum). Pólitísk pressa er á matsfyrirtækjunum að halda lánaþurfi ríkjum (a.m.k. þeim stóru) á floti og lánshæfi þeirra ofan við ruslflokk.

Kínverjar og aðrir kaupa skuldir í Evrópu til að krækja sér í pólitísk áhrif. Hver veit, kannski munu Kínverjar dag einn geta "samið um" aðgang að auðlindum Norður-Atlantshafsins í gegnum skuldaniðurfellingaviðræður við ESB?

Spánn er jafngjaldþrota núna og árið 2008. Fátt hefur breyst. Að lánshæfiseinkunn Spánar sé á uppleið er til marks um eitthvað allt annað en að spænskir skattgreiðendur geti borði þyngri byrðar. 


mbl.is Lánshæfiseinkunn Spánar og Grikklands hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband