Stjórnmálamenn í Matador

Stjórnmálamenn haga sér stundum eins og þeir séu í Matador (eða Monopoly, eftir smekk). Þessi samlíking er alveg ótrúlega viðeigandi: 

  • Þeir eru að leika sér með annarra manna fé, eða fé sem þeir tapa án afleiðinga fyrir sjálfa sig (eigin bankareikning).
  • Þeir fá borgað hvort sem spilið gengur vel eða illa.
  • Þeir fá lífeyri hvort sem spilið gengur vel eða illa.
  • Óttinn við að tapa öllu er í lágmarki því það að tapa öllu hefur lítil persónuleg áhrif á þá. Þeir eru því tilbúnir að leggja meira undir en ella - taka meiri áhættu í von um meiri ágóða svo spilið verði skemmtilegra.
  • Þeir fá tækifæri til að stjórna flottum eignum og ráðskast með þær, innheimta leigu af notkun þeirra , kaupa og selja og ákveða skilmála fyrir aðra. 
  • Þeir eru í miklu stuði á meðan á spilinu stendur en vita að það tekur enda, enda eru þeir bara tímabundnir umsjónarmenn en ekki eigendur í raun, og eru því gjarnan með hugann við annað, t.d. hvaða eign á að ráðskast með næst.

 Að heyra stjórnmálamenn tala um hvað verðið eigi að vera, hvaða framkvæmdir þurfi að fara í og á hvaða skilmálum eigi að gera hitt og þetta, eða sleppa því að gera hitt og þetta, minnir á tal krakka að spila borðspil með gervipeningum.  

Ríkisvaldið á ekki að eiga eina einustu eign, hvort sem um er að ræða byggingu, fyrirtæki eða land. Stjórnmálamenn eru tímabundnir umsjónarmenn sem sitja á löggjafarsamkomu og segja alltof mörgum embættismönnum fyrir verkum. Þeir eiga að sjá um að ríkisvaldið sinni fyrirframákveðnum verkefnum fyrir hönd kjósenda sinna. Þeir eiga ekki að spila borðspil með fyrirtæki.  


mbl.is Vill skoða sölu á hlut í Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Alveg rétt.

Svo dettur þeim stundum í hug hitt og þetta til þess að geta spilað lengur og eytt enn meiru:

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/05/24/voxtur_eykst_med_vaendi_og_eiturlyfjum/

Helgi (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband