Föstudagur, 28. febrúar 2014
2,5% verðbólgumarkmið?
Seðlabanki Íslands hefur það yfirlýsta markmið að rýra kaupmátt hinnar íslensku krónu um í kringum 2,5% á ári (en mistekst það næstum því alltaf og rýrnunin verður í raun miklu meiri). Þetta er bara hægt með því að leyfa stanslausa fjölgun á krónum í umferð. Það er bara hægt ef það er leyfilegt eða til þess hvatt.
Yfirlýst markmið Seðlabanka Íslands er sem sagt að viðhalda um 2,5% verðbólgu á ári.
Það þýðir að yfirlýst markmið Seðlabanka Íslands er að helminga kaupmátt krónunnar á um einnar kynslóðar fresti.
Lítum á tölurnar miðað við 2,5% verðbólgu:
Ár nr. | Kaupmáttur miðað við ár 0 |
0 | 100 |
1 | 97.5 |
2 | 95.1 |
3 | 92.7 |
4 | 90.4 |
5 | 88.1 |
6 | 85.9 |
7 | 83.8 |
8 | 81.7 |
9 | 79.6 |
10 | 77.6 |
11 | 75.7 |
12 | 73.8 |
13 | 72.0 |
14 | 70.2 |
15 | 68.4 |
16 | 66.7 |
17 | 65.0 |
18 | 63.4 |
19 | 61.8 |
20 | 60.3 |
21 | 58.8 |
22 | 57.3 |
23 | 55.9 |
24 | 54.5 |
25 | 53.1 |
26 | 51.8 |
27 | 50.5 |
28 | 49.2 |
Á litlum 28 árum er kaupmátturinn helmingaður.
Er þetta stjórn peningamála eða óstjórn?
Hvernig væri að leyfa almenningi á ný að njóta verðhjöðnunar? Hún á sér stað ef kaupmáttur peninga er fastur á meðan framboð af varningi og þjónustu eykst. Til að koma á verðhjöðnun er nóg að hægja mjög og jafnvel stöðva aukningu á magni peninga í umferð.
Seðlabanka Íslands má leggja niður án þess að það skaði miklu fleiri en þá yfirborguðu jakkafataspekinga sem þar vinna.
Reyna að festa þetta í sessi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.