Ásetningur falinn í pappírsvinnu

Við lestur þessarar miklu sorgarsögu dettur mér bara eitt í hug: Hérna er ásetningur falinn á bak við pappírsvinnu. Einhverjir opinberir starfsmenn hafa þá duldu dagsskipan að meina ungri konu um "dvalarleyf" (leyfi til að vera á Íslandi án þess að vera handtekin) en gera allt nema segja það hreint út. 

Hvernig stendur á þessu? Af hverju að gera fólki erfitt fyrir að flytjast til Íslands?

Ein ástæðan er auðvitað velferðarkerfið. Kerfið gerir ráð fyrir að fólk að meðaltali borgi meira í skatta en það fær til baka í formi "þjónustu" frá hinu opinbera, nema innflytjendur auðvitað. Þeir eru bara byrði. Þeir leggjast á kerfið og sjúga úr því fé og þrótt. Fleiri útlendingar eru því meiri byrði. Þetta er innbyggður hugsunarháttur. Þess vegna er erfitt að fá dvalarleyfi á Íslandi.

Hyrfi velferðarkerfið þá hyrfi afsökun ríkisvaldsins til að skipta sér af því hver er handtekinn og hver ekki fyrir það eitt að vera á Íslandi. 

Pappírsvinnan er ljót leið til að fleygja fólki úr landi. 


mbl.is „Hún bara gafst upp og fór“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og á meðan Útlendingastofnun lokaði á öll dvalarleyfi fyrir fólk utan ESB var vinnumarkaðurinn samtímist opnaður á fulla gátt fyrir Pólverja tveimur árum en það var skylt að gera það vegna EES-samningsins, og sem fluttu hingað í tugþúsundatali. Ef beðið hefði verið tvö ár með það væru atvinnuleysið hér á landi mikið minna.

Allt sem Útlendingastofnun hefur gert síðan Hildur Dungal varð forstjóri hefur verið rangt, og sömu sögu er að segja um Innanríkisráðuneytið undir stjórn Höllu og Ögmundar.

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 08:45

2 Smámynd: Austmann,félagasamtök

En Pólverjarnir eru jú líka ljósir á hörund eins og hinir arísku íslenzku embættismenn.

Austmann,félagasamtök, 19.9.2013 kl. 09:07

3 identicon

Ef einn einstaklingur frá löndum Suðaustur Asíu (filippseyjar, thailand, Vietnam ofl) sest að á Íslandi, er líklegt að hópur ættingja reyni að koma á eftir honum til Íslands. Ég hélt að allir gerðu sér grein fyrir því. Oft er reynt að komast inn í landið með gerfihjónaböndum og ýmsum öð'rum aðferðum. Er ekki rétt að vera á verði gegn slíku?

sammi (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 09:27

4 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þú ert sem sagt hræddur við að einn og einn einstaklingur komi inn í landið frá Austur-Asíu, en hefur ekkert við það að athuga að stór hluti Póllands hefur setzt hér að. Því að við erum ekki að tala um massainnfluting af Asíubúum með opnum landamærum (sem ESB-aðildarríkin verða að sætta sig við), heldur nokkra einstaklinga á ári. Engin ástæða til að vera með ofsahræðslu út af því.

Austmann,félagasamtök, 19.9.2013 kl. 09:40

5 identicon

Jú, ég hef eimitt mikið við það að athuga að stór hluti Póllands og Litháen setjist hér að, og ég tala nú ekki um að Rúmenía og Búlgaría komi í kjölfarið. Því miður höfum við samið um þessa hluti við EU, og því ekkert hægt að gera í fljótheitum. Ísland á umfram allt að segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, og gera í staðinn tvíhliða viðskiptasamning við EU, ég segi viðskiptasamning og ekkert annað. Það er mikilvægt að við stjórnum okkar innflytjendamálum sjálfir og veljum EINGÖNGU fólk með gát og þá fyrst og fremst hámenntað fólk sem innflytjendur. Ég bendi á indverska lækan og hygg að það sé lausnin við læknaskorti á íslandi að fá þá hingað. Ég hef ALLS EKKERT á moti stúlkunni frá Filippseyjum, en vildi aðeins benda á þá staðreynd að fólk frá Suðaustur Asíu neytir allra bragða til að komast til norðurlanda, því við erum moldríkt fólk í augum Thailendinga og Filippseyinga

Sammi (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 10:49

6 identicon

Ekki ómerkari leiðtogi en Angela Merkel kanslari Þýskalands, hefur sagt að hið svokallaða fjölmenningarsamfélag sé ekki draumur heldur óhugnanleg martröð og gangi því alls ekki upp. Hún veit hvað hún segir, þýskaland hefur aldeilis fengið að kenna á fjölmenningunni (flóðbylgja af tyrkjum). Við á Íslandi eigum að taka víti annara til varnaðar og segja NEI við fjölmenningarsamfélagi

sammi (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 12:44

7 Smámynd: Steinarr Kr.

Quote Austmann: " ...en hefur ekkert við það að athuga að stór hluti Póllands hefur setzt hér að".

Þetta er brandari dagsins, hallærislegt.

Steinarr Kr. , 19.9.2013 kl. 21:14

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ísland var ekki "opnað" fyrir Pólverjum frekar en Danmörk og Noregur fyrir Íslendingum. Fólk flakkar á milli í leit að hamingju og lífsviðurværi, og þannig hefur það alltaf verið.

Vandamálin byrja þegar venjulegu og heiðarlegu fólki er meinað að vinna og nánast þröngvað á spena hins opinbera. Það gerir skattgreiðendur á viðkomandi svæði skiljanlega pirraða, enda er enn sem komið er litið á velferðarkerfið sem "öryggisnet" frekar en gyltu sem á að framfleyta allri heimsbyggðinni.

Geir Ágústsson, 20.9.2013 kl. 09:48

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það var einmitt þessi skortur á skattalegu velferðarkerfi sem gerði milljónum kleift að setjast að í USA hér áður.

Hvað okkur snertir þarf að taka velferðarkerfið með í reikninginn.  160-170  þúsund manns  eru í íslenskum vinnumarkaði og þurfa að standa undir þjónustu við hin 150-160 þúsundin - auk sjálfs sín.

Við gætum lagt niður velferðarkerfið og boðið alla velkomna.  En vill fólk það?

Kolbrún Hilmars, 21.9.2013 kl. 15:22

10 Smámynd: Geir Ágústsson

"Skortur" á velferðarkerfi er nánast eitt og hið sama og fjölgun á tækifærum fólks til að finna eigin leiðir til að ná markmiðum sínum. Velferðarkerfið kæfir fyrirtæki, launþega og fjárfesta með skattlagningu sem gæti að öðru leyti runnið í laun til starfsfólks, tilraunastarfsemi, útvíkkun markaða og svona mætti lengi telja.

Það á að vera eins auðvelt og hægt er fyrir fólk að flytjast á milli landa og skapa sér tækifæri. Með því að minnka velferðarkerfið og stækka hinn frjálsa hluta samfélags og hagkerfis er verið að gefa út merki til allra duglegra manna og kvenna að á Íslandi séu tækifæri. Afæturnar, sem eru bara að leita að spena til að sjúga, geta haldið sig á meginlandi Evrópu.

Geir Ágústsson, 26.9.2013 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband