Afnemum lög nr. 22/1968

Á Íslandi finnst löggjöf nr. 22/1968 sem mætti gjarnan leggja niður eins og hún leggur sig, og allar þær stofnanir sem byggja tilvist sína á henni í leiðinni.

Alveg sérstaklega slæmar lagagreinar í þessari löggjöf eru þessar tvær:

 2. gr. Seðlabanki Íslands hefur einkarétt til að láta gera og gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út peninga úr málmi.

 3. gr. Peningaseðlar þeir, sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefur út, og peningar þeir, sem hann lætur slá og gefur út, skulu vera lögeyrir í allar greiðslur hér á landi með fullu ákvæðisverði. 

Fjarlægjum þær úr íslenskri löggjöf, og við færumst skrefi nær því að láta alla gjaldeyrisdrauma allra Íslendinga rætast, hverjir svo sem þeir eru. 


mbl.is Fyrirtæki velja aðra mynt en krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ekki afnema, bara breyta þeim það er nóg.

Ólafur Björn Ólafsson, 12.9.2013 kl. 22:23

2 identicon

Það hefði ekkert að segja. Því þessi lög eru bara um "smíðina" á pappírs og málm krónum. Sjálfsalar og stöðumælar þyrftu þá að taka kort þegar klinkið færi að verða sjaldséð, lítið annað mundi breytast. Peningamagn í umferð er langt umfram það sem prentað hefur verið af seðlum.

Rúnar (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband