Rétt! En meira þarf til

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir ríkið verða að nýta þá fjármuni sem losna við sölu á eignarhlutum þess í íslensku viðskiptabönkunum til þess að draga úr skuldum og greiða upp íþyngjandi lán. 

Rétt það! 

Þá leggur hann áherslu á að á næstu árum verði fundnar leiðir til þess að afnema ábyrgðaryfirlýsingu ríkisins vegna innistæðna í íslenskum bönkum.

Frábærar fréttir! Þessu bjóst ég ekki við! "Innistæðutryggingar" eru engar tryggingar, heldur leið ríkisvaldsins til að lokka almenning til að leggja fé inn í bankana, og hjálpa þannig bönkunum að starfa sem tæknilega gjaldþrota fyrirtæki þar sem hver hundrakall sem er lagður inn í þá fer að 90% leyti út aftur í formi allskyns fjármálakúnsta. 

Næsta rökrétta skref á eftir sölu bankanna og afnámi innistæðutrygginga er svo að leggja Seðlabanka Íslands niður og hætta ríkisframleiðslu á peningum með öllu; aðskilja ríkisvaldið og hagkerfið með öllu. Samhliða því þarf að fara í viðræður við lánadrottna ríkisins um afskriftir, og stefna að algjörri uppgreiðslu opinberra lána innan 5 ára, afnámi allra ríkisábyrgða sem stofnað hefur verið til (þ.á.m. á lífeyrisgreiðslum til opinberra starfsmanna) og stórfelldri einkavæðingu ríkisrekstursins auk stórkostlegrar rýmkunar á öllum lögum sem takmarka svigrúm einstaklinga til að fara út í rekstur sem ríkisvaldið hefur svo gott sem einokun á í dag, beina og óbeina.

Einfalt og meira að segja pólitískt raunhæft með pólitískum fyrirmyndum. Það eina sem þarf er þor. 


mbl.is Alvarleg skuldastaða kallar á sölu ríkiseigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ekki að ég sé ósammála þér en hið nauðsynlega verður aldrei gert hérlendis :-(

Helgi (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 15:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef ég skil BB rétt þá er hann að viðra þá hugmynd að skera á innistæðutryggingar ríkisins (eða sjóðs sem ríkið hefur stofnað til) og þá finnst mér hann vera kominn töluvert lengra en ég þorði að vonast til!

Geir Ágústsson, 20.9.2013 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband