Frelsið kerfið í stað þess að 'verja' það

Stjórnmálamenn vilja helst hafa meira að gera á morgun en í dag. Þeir vilja skipta sér af sem flestu. Ef þeir uppgötva "vandamál" vilja þeir ólmir kasta ríkisvaldinu yfir það

Hin hliðin á þessari áráttu er ótrúleg tregða stjórnmálamanna til að sleppa einhverju úr klóm hins opinbera. Það sem eitt sinn hefur verið ríkisvætt, það skal ekki einkavætt aftur. Það sem ríkið hefur hirt úr umhverfi frjálsra samskipta og viðskipta, það skal ekki snúa þangað aftur. Það sem hið opinbera hefur hengt snöru sína á, það skal ekki skorið úr henni aftur.

Ótrúleg orka fer í að sannfæra stjórnmálamenn um að losa um tak hins opinbera á samfélaginu. Mun minni orku þarf til að sannfæra hið opinbera um að ríkisvæða eitthvað, annaðhvort óbeint með fleiri reglum og sköttum, eða beint með þjóðnýtingu.

Um þessar mundir eru fjárlög næsta árs rædd. Stjórnmálamenn koma bara á tvær leiðir til að toga ríkisreksturinn úr þeirri holu sem hann er í í dag: Skattahækkanir eða niðurskurður í ríkisrekstrinum.

Hvernig væri að prófa þriðju leiðina - þá að koma rekstri út úr höndum hins opinbera? Þá þarf hvorki að skera hann niður og gera vont verra, né hækka skatta til að fleyta honum áfram.

Mér sýnist "sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar" bara ætla að leggja til tilflutning á skattfé innan ríkisvaldsins. Mér lýst hreinlega ekkert mjög vel á það, eða sé a.m.k. ekki hvaða langtímaávinningur á að vera af því.  


mbl.is Einstakir málaflokkar ekki undanskildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband