Örvænting fyrir kosningar (skiljanlega)

Það sem sagt er:

Á ríkisstjórnarfundi í dag var gerð grein fyrir árangri ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í 222 liðum sem hún einsetti sér að vinna að og ljúka á kjörtímabilinu 2009 - 2013.

Það sem ósagt er:

Vonandi les enginn þessa greinargerð!

Hún er augljóslega ekki skrifuð þannig að hægt sé að sjá hvað lá nákvæmlega að baki einstaka úrskurði yfir "lokið", "lokið að mestu" og þess háttar.  

Hvað er til dæmis átt við með þessu?

Innleidd verði að nýskipan húsnæðismála til að búa almenningi sambærilegt öryggi og valkosti í húsnæðismálum og hinum Norðurlöndunum. Markmiðið er að fólk í húsnæðisleit eigi valkosti með eignar-, leigu- og búseturéttaríbúðum, hvort sem það þarfnast húsnæðis í fyrsta sinn eða síðar á lífsleiðinni.  (Viðvarandi verkefni)

AFGREITT AÐ MESTU

Í Danmörku, þar sem ég bý, er ekki einu sinni hægt að tala um að fólk hafi sömu valkosti. Í Kaupmannahöfn er slegist um að búa í rándýru og niðurníddu húsnæði. Í Álaborg er hægt að bíða í örfáa mánuði og komast í snyrtilegt raðhús á viðráðanlegu verði á leigumarkaðinum. Ólíkara verður það varla. Hvað er þá átt við að það sé "afgreitt að mestu" að fólk geti notið valkosta eins og á "hinum Norðurlöndunum"? Er þetta einhver fagurgali? Er hann afgreiddur "að mestu" með því að finna versta ástand leigumarkaðar á öllum Norðurlöndunum og bera saman við þann í Reykjavík eða hvað?

Greinargerð ríkisstjórnarinnar er innantómt skjal sem að auki segir í besta falli hálfan sannleik en er í versta falli lygi. 


mbl.is Segja nær 9 af hverjum 10 verkefnum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Danmörku, þar sem ég bjó lengi, eru meira en 50% af öllum leiguíbúðum (fleiri þúsund) almennyttige boliger, þ.e. íbúðir í fjölbýli sem eru byggðar sem leiguíbúðir og sem lúta ströngum reglum varðandi þak á húsaleigu og búsetuöryggi. Hér á Íslandi er þetta ekki til. Það er ekki hægt að bera neitt hér saman við hin Norðurlöndin.

Svo að þetta er rétt hjá þér, fráfarandi ríkisstjórn hefur ekkert gert í þessum málaflokki og það sem stendur í greinargerðinni er helber lygi. Það sem þeir meina eflaust, er að ríkisstjórnin hefur hugsað málið og afgreitt það hugrænt að mestu. En ekkert gert, engu áorkað og engu komið í verk.

Allt sem hefur í raun verið afgreitt eða lokið eru annars vegar gæluverkefni, sem engu máli skipta og hins vegar aðgerðir, sem eru skaðleg fyrir þjóðfélagið.

Pétur D. (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband