Til næstu ríkisstjórnar: Komið ríkinu úr veginum!

Hvernig svo sem næsta ríkisstjórn verður samansett vona ég að hún hafi eina þumalputtareglu að leiðarljósi: Gera allt öfugt við seinustu ríkisstjórn!

Fyrstu skref eiga að vera að afturkalla allar skattahækkanir seinustu fjögurra ára, draga umsókn um aðild að ESB til baka, loka öllum ríkisrekstri sem stofnað hefur verið til seinustu tíu ár hið minnsta, afnema gjaldeyrishöftin með einu pennastriki, undirbúa niðurlagningu á Seðlabanka Íslands og allra ríkisábyrgða í fjármálakerfinu, og hefja samningaviðræður við lánadrottna ríkisins um afskriftir og hraðar afborganir á skuldum ríkisins. Þetta eru tiltölulega auðveld verkefni, og þá sérstaklega ef menn hugsa til lengri tíma og láta tímabundna gagnrýni sem vind um eyru þjóta. 

Með skuldaklafann á bakinu og gjaldeyrishöftin bundin um hagkerfið kemst íslenska hagkerfið aldrei úr sporunum. Skiptir þá engu máli hvort þúsundir Íslendinga skulda mikið eða lítið í húsnæði sínu. Skiptir þá engu máli hvort ríkisvaldið leyfir byggingu á einhverri stóriðjunni eða ekki. Íslendingar þurfa svigrúm frá ríkisvaldinu og frá áætlanagerð hins opinbera. 

Mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar er í stuttu málið að koma ríkisvaldinu úr vegi fyrir tiltekt í hagkerfinu og uppstokkun til framtíðar.  

Þetta er hægt og þetta er pólitískt raunhæft í upphafi kjörtímabils þegar óvinsælasta ríkisstjórn Íslandssögunnar hefur loksins gefið upp öndina. Það sem vantar er þor til að standast tímabundna gagnrýni, veðra af sér tímabundnar óvinsældir og hugsa til framtíðar. 


mbl.is Bíða eftir umboði forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband