Sjálfstæðisflokkurinn að drukkna á miðjunni

Sem frjálshyggjumanni finnst mér erfitt að horfa upp á ástandið í íslenskum stjórnmálum. Enginn flokkur er til hægri. Þannig er það. Í Sjálfstæðisflokknum og á framboðslistum flokksins finnast vissulega frjálshyggjumenn, en þeir virðast vera í miklum minnihluta. Flokkurinn er kominn í slaginn um "miðjuna", þar sem yfirboð ráða ríkjum. Framsóknarflokkurinn nýtur þess. Hann getur alltaf boðið meira en allir aðrir og uppsker oftar en ekki því, sbr. 90% leiðina svokölluðu sem kynti undir húsnæðisbóluna á sínum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess ekki einu sinni að ríkisstjórnin er sú óvinsælasta í manna minnum og kannski frá sjálfstæði landsins. Hún er óvinsælli en George W. Bush eftir hrunið haustið 2008 og geri aðrir betur!

Sjálfstæðisflokkurinn yfirgaf hægrið í íslenskum stjórnmálum, þar sem hann stóð áður einn á palli, og fór inn á miðjuna, og þar drukknar hann ef hann dvelur þar lengur.  

Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins ættu að íhuga að henda þessu plaggi og taka þess í stað upp gamalt og gott "loforð" Sjálfstæðisflokksins, sem hann gaf út fyrir kosningar til Alþingis árið 1995 (sjá t.d. hér og viðhengda skrá): "Betra Ísland." Þeir sem þekktu til formanns flokksins á þeim tíma vissu að það þýddi bara eitt: Að hið opinbera yrði áfram rekið af ábyrgð og festu og ekki sogið inn í allskyns loforðaflaum, þar sem hver lofar ofan í annan.

Það er gott að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að lækka skatta. Hann þarf að lofa því að lækka þá hratt, og lofa því að skera ríkisútgjöldin (og regluverkið) enn hraðar niður svo afgangur verði til að greiða niður skuldir.

Ég fullyrði að a.m.k. 50% Íslendinga gætu hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef hann væri hreinni í hugsjón sinni og fastari á sínu.  25% fylgið er því um 5,0 í einkunn af 10 fyrir þetta kjörtímabil. 


mbl.is Framsóknarflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einungis lækkað skatta þeirra allra tekjuhæstu og ætlar að halda áfram á þeirri braut. Segist alltaf ætla að lækka skatta en það nær aðeins til stórefnafólks.

Veigar (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 12:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Veigar,

Þú talar í afstæðum hugtökum. Lengst af forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar fjölgaði þeim sem mætti kalla "tekjuháir", og sá hópur klifraði því upp skattstigann eftir því sem persónuafslátturinn vó minna af heildartekjum þeirra sömu. Það má kalla skattahækkun, en frekar af kerfislæga taginu frekar en pólitíska.

Núna eru skattar hækkaðir á allt og alla, og þá sérstaklega á sparnað eldra fólks og þá sem eru að vinna sig upp í lífinu. Á sama tíma safnar ríkisvaldið skuldum.

Af tvennu illu kýs ég frekar umhverfi hækkandi launa sem leiða til hlutfallslega minnkandi vægis persónuafsláttarins, en umhverfi launastöðnunar og hækkandi skatthlutfalla og fjölgun á sköttum. Það er, að mínu mati, illskárst af tvennu illu.

Geir Ágústsson, 26.3.2013 kl. 12:52

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben er handónýtur Pólitíkus..Flokkurinn bíður afhroð vegna hans.

Vilhjálmur Stefánsson, 26.3.2013 kl. 14:46

4 identicon

Sæll.

Ég er í miklum vandræðum með hvað ég á að kjósa eins og sjálfsagt fleiri hægri menn.

Hvers vegna íhuga kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekki Hægri græna? Sá flokkur höfðar til mín vegna þess að þar á bæ segjast menn vilja minnka báknið og það er akkúrat vandi okkar hér.  

Ég treysti ekki núverandi þingliði og forystu í Sjálfstæðisflokknum og mun því ekki kjósa flokkinn.

Helgi (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 14:10

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Vandamál mitt við Hægri-græna er að flokkurinn líkist einfaldlega öllum hinum flokkunum! Auðvitað eru áherslur þarna sem eru öðruvísi (og margar betri), en flokkurinn er engu að síður með nákvæma upptalningu af því sem hann vill að gerist. Betri nálgun, og nálgun sem myndi gera flokkinn gjörólíkan öllum hinum flokkunum, væri einfaldlega að segja hvað ríkið eigi EKKI að gera, eða telja upp nákvæmlega það sem ríkið MÁ gera, og segja svo: "Allt annað sem þarf að gera mun svo fólk gera, ef því finnst það nauðsynlegt eða ábatasamt."

Dæmi um eitthvað sem mér finnst lykta sterklega af ríkissósíalisma:

"Raforka til bænda á stóriðjuverði."

Segir hver? Hvernig? Fer það þannig fram að ríkisstjórn Hægri-grænna sendir tölvupóst á Landsvirkjun og biðji þá um að búa til lista yfir viðskiptavini sem flokkast til "bænda", og sendi þeim sérstakan rafmagnsreikning sem svarar til kW-verðs álveranna?

Væri ekki nær að aflétta hömlum á raforkuframleiðslu, einkavæða öll rafmagnsfyrirtæki og gefa stjórnmálamönnum frí frá því að spá í hvað hver og einn borgar fyrir kW-stundina?

Annað dæmi og öllu verra:

"XG ætlar að lögfesta lámarkslaun í 240.000 kr. á mánuði.."

Þetta heitir að lögfesta lágmarksatvinnuleysi, sérstaklega hjá ungu fólki, nýbúum og öðrum sem eru að reyna koma fætinum inn á markaðinn til að bæta við sig reynslu og þjálfun.

Svo nei, Hægri-grænir eru engan veginn augljós kostur fyrir mig. Engan veginn.

Geir Ágústsson, 3.4.2013 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband