Því fyrr, því betra

Því fyrr sem þingi lýkur, því betra. Mörg slæm mál bíða afgreiðslu og ef ég þekki stjórnarandstöðuna rétt er hún með veik hné sem gefa oftar en ekki upp á endasprettum. Þingi má því ljúka sem fyrst svo sem fæst mál nái að atkvæðagreiðslu.

Hitt má samt ekki gleymast að í komandi kosningabaráttu munu ríkisstjórnarflokkarnir segja eitthvað á þessa leið:

Kæru landsmenn. Við lögðum fram mörg frumvörp á þingi (að vísu á lokadögum þess en samt) sem náðu því miður ekki fram að ganga vegna stjórnarandstöðunnar. Hefðu þau hins vegar náð fram að ganga er ljóst að smjör drypi nú af hverju strái. Þetta kom stjórnarandstaðan samt í veg fyrir. Það er því henni að kenna að landið er enn í klóm gjaldeyrishafta, skattahlekkja og skuldasöfnunar, þótt tæp 5 ár séu nú liðin frá hruni nokkurra banka, bæði á Íslandi og um allan heim.

Tali af þessu tagi á að búast við og það á að tækla af hörku. Ábyrgðina á ástandinu á dag ber ríkisstjórn dagsins í dag og seinustu fjögurra ára. 

Að þingi ljúki sem fyrst er það besta sem kemur fyrir Íslendinga í dag.  


mbl.is Reynt að semja um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband