ESB-aðild ekki nógu ótvírætt slegin af borðinu

Úr drögum að ályktun utanríkisnefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins (héðan):

Áréttað er að gera skuli hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Er þetta ekki óþarflega veikt orðað? Af hverju er þetta "nema" þarna? Það virðist vera opið fyrir (rangri) túlkun sem þarf að aflífa sérstaklega. Er Sjálfstæðisflokkurinn fullveldisflokkur eða ESB-flokkur eða stundum eitt og stundum annað? Hann er "klofinn" í afstöðu sinni að vísu, en ekki meira en Samfylkingin þegar kemur að sama málaflokki.

Til landsfundar Sjálfstæðisflokksins: Skerpið orðalagið!


mbl.is Hlé þýði að ESB-viðræðum verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Hér er mín tillaga, Geir:

 

»Landsfundur ályktar að umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu skuli tafarlaust dreginn til baka. Viðræður verði ekki endurvaktar, nema fyrir liggji samþykki meirihluta kosningabærra manna í landinu.«

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 24.2.2013 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband