Einfaldari leið: Að bætur komi fyrir tjón

Tveir menn eru nágrannar, eiga sitthvort einbýlishúsið og aðliggjandi lóðir. Annar þeirra er hinn mesti unnandi gróðurs og gosbrunna og mikill snyrtipinni. Hann ræktar lóð sína og passar að þar þrífist allt líf.

Hinn er hinn mesti sóði. Hann vanrækir garðinn sinn og hellir jafnvel úrgangi í jörðina og hendir rusli út um allt.

Nú fer ruslið að fjúka frá garði þess sóðalega og yfir í garð þess hreinlega. Mengun í jarðvegi þess sóðalega fer að berast í garð þess snyrtilega. Mikil hrörnun á sér stað á garði þess snyrtilega vegna umgengni þess sóðalega.

Hvað getur sá snyrtilegi gert? Hann getur höfðað mál og bent á bein tengsl á milli sóðaskapar nágranna síns og rýrnandi loft- og jarðgæða í eigin garði. Sá sóðalegi fær reikning fyrir þeim skaða sem hann hefur valdið. Engin lög þurftu önnur en þau að ekki megi skemma eða stela eignum annarra.

Að dómstólar einfaldlega standi vörð um eigur eigenda er næg vörn og löggjöf fyrir allt sem heitir "umhverfisvernd" og "ábyrgð" vegna mengunar og slæmrar umgengni við eigur annarra.


mbl.is Hömlur á olíuleit á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Flott hugleiðing hjá þér!

Þetta laga- og reglufargan gagnast engum nema lögfræðingum sem vinna við að vaða þann frumskóg. Lögum og reglum mætti fækka verulega og þær sem eftir lifa þurfa að vera öllum auðskiljanlegar - lög og reglur eru ekki einkaeign dómara og lögfræðinga sem túlka þér eftir duttlungum sínum.

Ég hef t.d. aldrei skilið af hverju dómstólar eru að skipta sér að lánamálum heimilanna, ef tveir fullveðja aðilar gera með sér samning get ég ekki séð að þriðja aðila komi það við!

Svo er í tísku núna að hrauna yfir verðtrygginguna en enginn spyr hvað íslensku bankarnir eru að taka í raunvexti borið saman við lánastofnanir í öðrum löndum. Hvers vegna?

Lánastofnanir hérlendis hafa leyst til sín þúsundir fasteigna og sumar þeirra standa auðar með tilheyrandi kostnaði. Af hverju þurfa þessar stofnanir ekki að setja þær á markað? Er það svo þær þurfi ekki að bera ábyrgð á eigin útlánastefnu? Á meðan borga viðskiptavinirnir meira en þörf er á vegna þessara tómu eigna enda er tóm fasteign dýr. ÍLS vantar milljarða og í stað þess að sækja sér fé í vasa skattgreiðenda gæti sjóðurinn t.d. selt allar eignir sem hann hefur leyst til sín á næstu t.d. 12-18 mánuðum.

Fákeppni á fjármálamarkaði er mikið vandamál hérlendis sem er á ábyrgð EES og stjórnvalda hér :-(

Helgi (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband