Viđskiptalíkan ÍLS = viđskiptalíkan SÍ = gengur ekki upp

Ađţrengd stađa Íbúđalánasjóđs [ÍLS] kom einnig til umrćđu á fundi nefndarinnar. Ađ mati seđlabankastjóra er ljóst ađ viđskiptalíkan sjóđsins „gengur augljóslega ekki upp“ í núverandi efnahagsumhverfi – og ţví sé spurning hvort hann eigi starfa áfram til frambúđar međ óbreyttum hćtti. Ţrátt fyrir ađ sjóđurinn sé langt undir ţeim eiginfjármörkum sem reglur kveđa á um ţá telur Már ađ ţađ sé hugsanlega tilgangslaust ađ leggja honum til meira eigiđ fé ţegar haft er í huga ađ sjálft viđskiptalíkaniđ gengur ekki upp.

Athyglisverđ ábending, ekki satt? Og kannski sérstaklega áhugaverđ í ljósi ţess ađ hana á bankastjóri Seđlabanka Íslands (SÍ). 

Nánar um ÍLS (feitletrun mín):

Íbúđalánasjóđur er sjálfstćđ stofnun í eigu ríkisins sem veitir einstaklingum, sveitarfélögum, félögum og félagasamtökum húsnćđislán til íbúđarkaupa og byggingarframkvćmda. Íbúđalánasjóđur er fjárhagslega sjálfstćđur og stendur undir lánveitingum og rekstri međ eigin tekjum.

Tilgangur sjóđsins er ađ stuđla ađ ţví međ lánveitingum og skipulagi húsnćđismála ađ landsmenn geti búiđ viđ öryggi og jafnrétti í húsnćđismálum og ađ fjármunum verđi sérstaklega variđ til ţess ađ auka möguleika fólks til ađ eignast og leigja húsnćđi á viđráđanlegum kjörum.

Nánar um  (feitletrun mín):

Seđlabanki Íslands (á ensku: The Central Bank of Iceland) er sjálfstćđ stofnun, sem er eign íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn

Seđlabankinn fer međ stjórn peningamála á Íslandi og hefur međ höndum margţćtta starfsemi í ţeim tilgangi. Meginmarkmiđiđ međ stjórn peningamála er stöđugleiki í verđlagsmálum. Seđlabankanum ber ţó einnig ađ stuđla ađ framgangi meginmarkmiđa efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar ađ svo miklu leyti sem hann telur ţađ ekki ganga gegn meginmarkmiđi hans um verđstöđugleika. Seđlabankinn á ennfremur ađ sinna viđfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seđlabanka, svo sem ađ varđveita gjaldeyrisvarasjóđ og stuđla ađ virku og öruggu fjármálakerfi, ţ.m.t. greiđslukerfi í landinu og viđ útlönd. Fleiri verkefni mćtti upp telja, svo sem útgáfu seđla og myntar, framkvćmd gengismála og fleira, samanber ţađ sem tilgreint er í lögum um bankann. 

Óneitanlega er margt sem ÍLS og SÍ eiga sameiginlegt. Báđar stofnanir eru "sjálfstćđir" ríkisbankar sem ţjóna pólitísku hlutverki. Ţeir eiga ađ stuđla ađ hinu og ţessu, tryggja hitt og ţetta og vera sjálfstćđir og óháđir en ađ vísu bara ađ ţví marki sem ţađ ţjónar hagsmunum hins opinbera.

Báđar stofnanir treysta á burđargetu skattgreiđenda og ţeirra sem skapa verđmćti til ađ eiga inni einhvern snefil af trúverđugleika. Báđar stofnanir eru pólitísk sköpunarverk og međ öllu óţarfar á hinum frjálsa markađi.

Viđskiptalíkan ÍLS og SÍ eiga ţađ svo fyrst og fremst sameiginlegt ađ viđskiptalíkan ţeirra (svokallađ) „gengur augljóslega ekki upp“. 


mbl.is „Ađalatriđiđ“ ađ launahćkkanir nái ekki yfir alla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband