Leiðbeiningar fyrir ringlaðan hagfræðing

... Það er erfitt að nefna einstakar skýringar á þessu, fyrir utan stöðu krónunnar, því það virðist vera nokkuð dreift hvað það er sem hækkar. Hvort um er að ræða innlend áhrif, eða óbein erlend áhrif; það er erfitt að segja,“ segir Ólafur Darri.

Já, þetta er erfitt.  En kannski get ég aðstoðað aðeins.

Á Íslandi vantar góða og gegnsæja yfirsýn yfir magn peninga í umferð. Þetta er raunar vandamál í fleiri ríkjum. Lítið mál er að afla þess konar upplýsinga fyrir Bandaríkin. Öllu verra er að gera það fyrir evruna og ég held alveg ómögulegt í tilviki íslensku krónunnar nema senda fyrirspurn á Seðlabanka Íslands.

En hvernig gætu svo upplýsingar um magn íslenskra króna í umferð nýst? Langtímaáhrifin á þróun verðlags verða augljós: Aukning á peningamagni í umferð rýrir kaupmátt hverrar krónu í umferð. Það er eitt. Skyndileg aukning er góð vísbending um minnkun kaupmáttar í framtíðinni. Auðvitað eru flækjustig í þessu, en að mínu mati er flóknara að greina stöðu efnahagsmála án upplýsinga en með upplýsingum. Rökhugsun þarf svo að fylgja með. Án hennar eru gögn gagnslaus. 

Upplýsingar um langtímaþróun peningamagns í umferð eru einnig góð vísbending um undirliggjandi "þenslu" í hagkerfinu. Stórar bólur verða sýnilegar áður en þær springa þegar rýnt er í gögn um peningamagn í umferð. Þegar bóla springur, og peningamagn í umferð á að öllu jöfnu að dragast saman, og þar með verðlag, er hægt að skoða upplýsingar um peningamagn í umferð til að leggja mat á batann í hagkerfinu. Ef peningamagn er hreinlega að aukast eftir hrun er það til marks um ákafa þrjósku peningayfirvalda og ríkisins til að taka til eftir hrun.

Eða hvernig er það, er hægt að nálgast "lifandi" tölur um magn íslenskra króna í umferð? 


mbl.is Hagfræðingur ASÍ: Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mestu vonbrigði hagfræðingsins eru þó þau að honum reynist æ erfiðara að rökstyðja kosti evrunnar og að allan vanda megi leysa með upptöku hennar.

Þetta gerir hagfræðinginn svolítið ruglaðann í kollinum. Hann er ekki prógrammeraður fyrir vanda evrunnar og þegar sá vandi er öllum ljós og ekki verður lengur horft framhjá honum, slær saman í forritinu í honum.

Lengi vel var þessu svarað með því að loka augum og eyrum og neita tilvist þessa vanda, en nú þegar slíkt verður ómögulegt, ræður hagfræðingurinn ekki við fræðin.

Þeir sem fylgst hafa með málflutningi þessa hagfræðings, frá því hann fór að lát ljós sitt skína, vita að hans málflutningur hefur alla tíð verið einfaldur og á sömu leið: "Krónan er ónýt og evran er lausn alls vanda."  Þannig talaði hann löngu fyrir hrun bankanna og þannig hefur hann talað frá hruni. Nú, þegar ekki er lengur hægt að horfa framhjá vanda evrunnar, veit hagfræðingurinn ekkert í sinn haus!

Þegar menn þekkja bara ein rök og þau falla, standa menn uppi ruglaðir og vonbrigðin ná á þeim tökum. Þeim opinberast þá að þeir voru alls engir fræðingar, heldur haldnir pólitískri villusýn!!

Gunnar Heiðarsson, 28.11.2012 kl. 11:49

2 identicon

Krónan hefur ekkert verið að falla svona 4.5% í vöruviðskiptum við útlönd.

Hvar er þá sökudólgurinn, heimsmarkaðsverða á vörum að bólgna út 4.5%...það er heldur ekki rétt ...

Hvar er þá sökudólgurinn að öllu er virðist óbreyttu undanfarna mánuði?

Jæja, innflytjendur á vörum og seljendur meiga auðvitað smyrja meira ofan á, ef þeim svo sýnist ... Þeir þurfa jú að borga alls konar lán og laun.  Er einhver sem telur að hér á landi sé mikil samkeppni um innflutning?  Goðsagnir sem eiga við í einstaka tilvikum.

Jonsi.

Jonsi (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 13:04

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Krónan til skamms tíma sveiflast eins og laufblað í vindi. Hið sama gildir um aðra gjaldmiðla. Munurinn á evru og íslenskri krónu er bara sá að færri krónur eru í umferð. Allir gallar óbundinna pappírspeninga eiga við um báða gjaldmiðla.

Geir Ágústsson, 28.11.2012 kl. 21:24

4 identicon

Sæll.

Ég er á því að við munum sjá einhver lönd verða gjaldþrota eftir svona 2-4 ár, hámark. Þetta gæti vel farið fyrr af stað og þegar þetta byrjar geri ég ráð fyrir að þetta gerist hratt.

Þessir fáránlega lágu stýrivextir ýta auðvitað undir skuldasöfnun og tefja fyrir nauðsynlegri tiltekt í ranni hins opinbera. Reykjavíkurborg er t.d. enn að hola niður hraðahindrunum, sem hver um sig kostar sjálfsagt milljónir, þó engin þörf sé fyrir þær og engir peningar til fyrir þeim.

Ég veit ekki hve lengi seðlabankar heimsins ætlar sér að halda áfram að stela af venjulegu fólki en allt tekur auðvitað enda, þegar allt springur í loft upp í Evrópu beinast sjónir manna vestur, þar gæti Kalifornía vel orðið fyrsta fórnarlambið.

Hér má svo sjá sirka bát hve miklu er verið að stela af ameríkananum :-(

http://research.stlouisfed.org/fred2/series/WCURCIR/

Samt vill nú Bernanke meina að peningaprentun valdi ekki verðbólgu!?

Markaðurinn gaf skýrt og greinilega til kynna skoðun sína á Obama daginn eftir að hann var endurkjörinn, talsverð lækkun varð á DJ. Svo eru blækur í opinberum stofnunum í herferð gegn fyrirtækjum. Nýlega var verið að klekja út reglu í USA sem segir að atvinnurekendur geti ekki skyldað starfsfólk sitt til að vera kurteist við viðskiptavini. Eitthvað á sú snilld nú eftir að kosta.

Kreppan sem hófst 2008 hér var bara upphitun, fljótlega fá opinberir starfsmenn ekki greidd laun því engir peningar eru til, bara skuldir.

Helgi (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband