Fimmtudagur, 6. desember 2012
Danir reyndu en gáfust upp
Íslendingar eru ekki bara duglegir að herma eftir erlendum tískustraumum, arkitektúr, tónlistarsmekk og mat. Nei, þeir þurfa líka að herma eftir allri vitleysunni sem viðgengst víða um heim.
Svíar banna áfengissölu í matvöruverslunum og sjoppum, og Íslendingar herma eftir. Í Danmörku og Noregi er áfengi selt í matvöruverslunum.
Danir banna sölu munntóbaks, og Íslendingar herma eftir. Í Noregi og Svíþjóð er það leyft.
Danir leggja á sykur- og fituskatt, og Íslendingar herma eftir. Ég veit ekki hvað Norðmenn og Svíar gera, en hef a.m.k. aldrei heyrt um norska eða sænska sykurskatta.
Danir hafa núna gefist upp á sínum fituskatti. Hann hafði engin áhrif á lífshætti fólks og ýtti einfaldlega viðskiptum Dana í svarta hagkerfið eða til næstu landamæra. Þeir afnema því þennan skatt um áramótin.
Það er rétt hjá þeim sem segja að hérna er ríkið bara að krækja sér í meira fé ofan í galtóma híti ríkisrekstursins.
Sykurskattar skili 960 milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Forræðishyggjuliðið í öllum flokkum sem stjórnar okkur veit alltaf hvað okkur er fyrir bestu. Það velur því kerfisbundið þau púrítönsku bönn og boð sem mest geta heft frelsi einstaklingsins, þegar leitað er fyrirmynda í öðrum löndum. Þú gleymdir að nefna að okrið á öllum áfengjum drykkjum hér á landi slær líklega heimsmet, en samt stendur aldrei á þessu liði að hækka skatta á áfengi enn meir. Og menn eru svo miklar gungur að enginn þorir að mótmæla þessari kúgun, eru líklega hræddir við að vera álitnir alkar ef þeim finnst ekki eðlilegt að ein rauðvínsflaska kosti hér tíu sinnum það sem hún er seld á í Frakklandi!
Sæmundur G. Halldórsson , 6.12.2012 kl. 08:12
Þessi sykurskattur sem nú á að leggja á þjóðina í viðbót ofaná allt annað sem nöfnum tjáir að nefna. Ein spurning: Er þessar 960 millj. eyrnamerktar til að ráða bót á sjúkdómum t.d. offitu, sykursýki og hjartasjúkdómum. Ég hef hvergi séð neitt um það hvert þessir peningar eiga að fara. Er það kannski bara "HÍTIN" hjá ríkiskassanum sem sér um farveginn???
jóhanna (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 12:44
Heyrði að skattur á 1 KG af sykri verði 260 kr !!!!
Þvílíkir asnar sem við kjósum !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 17:23
Og svo bætist við þetta að "verðbólga" er ennþá skilgreind sem kaupmáttur íslenskra króna í íslenskum verslunum en ekki sem kaupmáttur peninganna í neinum algildum mæli, t.d. magni í umferð eða verði á góðmálmum á heimsmarkaði. Þetta á því eftir að smyrja feitt ofan á allt sem kallast verðtryggt.
Geir Ágústsson, 7.12.2012 kl. 08:38
Sæll Geir. Les bloggið þitt reglulega og er oftar en ekki sammála sjónarmiðum þínum. Einhvern tíma las ég að hátt hlutfall „vinnubærra“ Dana væri bara alls ekkert í vinnu og lifði því á velferðarkerfinu svokallaða og/eða á svokallaðri svartri vinnu. Er eitthvað til í þessu?
Magnús (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 12:23
Magnús,
Takk fyrir athugasemdina og (reglulegan) lesturinn.
En jú það er rétt að í Danmörku er haugur af vinnufæru fólki á spenanum. Sumir kallast til dæmis "førtidspensionister" (fyrir-tíðar-lífeyrisþegar) sem er sennilega þeirra orð fyrir öryrkja. Einn slíkur er pabbi stráks í sama bekk og minn stóri strákur. Ég spilaði skotbolta með honum og hinum pöbbum bekkjarins um daginn (með strákunum okkar auðvitað) og hann var líkamlega virkur. Hann mætir á foreldrafundi. Hann talaði um að eyða kvöldinu með einn kaldan og að spila Diablo á netinu. Hann virkar alltaf hress og kátur. Facebook-síðan hans er mjög lifandi. Það er nákvæmlega ekkert að honum.
Hver fimmti Dani á "vinnualdri" er á framfærslu skattgreiðenda. Í heildina eru meira en 2 milljónir Dana á framfærslu skattgreiðenda (http://www.bt.dk/politik/ny-rekord-to-mio.-danskere-paa-forsoergelse).
Ég skrifa nýja færslu sem inniheldur kafla úr bók um þróun velferðarkerfa og segir margt um það hvernig þau enda óumflýjanlega (með gjaldþroti þeirra og/eða skattgreiðenda).
Geir Ágústsson, 9.12.2012 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.