Skattar MUNU hćkka, en á hvern?

Óopinber en augljós ásetningur ríkisvaldsins á Íslandi er ađ ţenjast sem mest út sem víđast. Hćttan fyrir stjórnmálamenn er samt sú ađ ef ţeir sjúga of mikiđ af verđmćtum samfélagsins til ríkisins of hratt ţá verđi pólitískur ásetningur ţeirra of mörgum augljós. Ţeir bregđa ţví á ţađ ráđ ađ skrúfa skattana upp í tiltölulega litlum skrefum, og ekki á alla í einu. Stundum eru skattarnir samt skrúfađir hratt upp, en ţá er ţess gćtt ađ sú skattahćkkun lendi bara á tiltölulega fámennum og dreifđum hópi sem er ekki í sömu "hagsmunasamtökum" (t.d. sama verkalýđs- eđa fagfélagi). Ţannig má lágmarka andspyrnuna. Skuldlausir eldri borgarar liggja t.d. vel viđ höggi hérna. 

Núna virđast tveir hópar vera í sigti hins opinbera skattariffils: Ferđaţjónustuađilar, og stórir raforkukaupendur. Ferđaţjónustan á ađ taka á sig ţunga hćkkun virđisaukaskatts, og stóra raforkukaupendur á ađ svíkja um endalok "tímabundinnar" hćkkunar á einhverju opinberu gjaldinu.

Hvađ gerum viđ hin svo? Viđ ţegjum. Flestir anda léttar og hugsa međ sér ađ skatta á ţá sjálfa eigi a.m.k. ekki ađ hćkka enn meira, í bili.

Ég skrifađi nokkur orđ um ţetta efni sem birtust í Morgunblađinu í dag. Ţau orđ má lesa hérna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll.

Ţađ er mikiđ til í ţessu hjá ţér.

Vandinn er sá ađ ţađ virđist ekki vera neinn mótmćlakúltúr hér eđa á Norđurlöndunum (nema einna helst hjá vinstri mönnum). Mér skilst ađ hćkka eigi gjöld á eldsneyti um áramótin međ tilheyrandi jákvćđum áhrifum á efnahagslífiđ og fjárhag fjölskyldna.

Varđandi hćkkun á vsk á ferđaţjónustuna er hann nćstum ţví fyndinn hann er svo mikiđ bull: Vg töluđu í upphafi kjörtímabils eins og ferđaţjónustan ćtti ađ leysa allan vanda ţjóđarinnar en nú, örfáum árum síđar ţegar greinin gengur ágćtlega, á búa ţannig um hnútana ađ fćrri ferđamenn komi hingađ, viđ fáum minni gjaldeyri af greininni, fćrra fólk fái vinnu viđ ađ ţjónusta ferđamenn, fyrirtćki í geiranum fari á hausinn og síđast en ekki síst ađ ríkiđ tapi fé á ţessum skatti.

Vilja stjórnvöld kannski ađ hér lepji allir dauđann úr skel?

Af hverju gat ţetta vonlausa stjórnlagaráđ ekki sett klausu inn í stjórnarskrá ađ skattur, hvađa nafni sem hann nefnist, megi ekki fara yfir 10%. Á stjórnarskráin ekki ađ vernda okkur gegn ríkisvaldinu? Ţađ stelur kinnrođalaust af fólki í dag og viđ erum alveg varnarlaus :-(

Mér finnst kreppan í dag líka vera ađ mörgu leyti skipbrot fulltrúalýđrćđis.

Helgi (IP-tala skráđ) 16.10.2012 kl. 22:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sćll Helgi,

Ţađ eina sem er hćgt ađ treysta á er ađ skattar hćkki miđađ viđ ţađ sem nú er. Stjórnvöld vilja ađ allir lepji úr lófa hins opinbera. Sumir hafa kallađ ţađ "vasapeningaţjóđfélagiđ".

Geir Ágústsson, 20.10.2012 kl. 08:29

3 identicon

Sćll Geir

Langar ađ koma á ađalfund frjálshyggjufélagsins 27. okt.

Getur ţú látiđ mig vita hvar fundurinn verđur haldinn.

Kveđja Sigurđur

Sigurđur Antonsson (IP-tala skráđ) 20.10.2012 kl. 21:16

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sćll Sigurđur,

Ég veit ekki meira en ţađ sem stendur hérna:

http://frjalshyggja.is/index.php/component/content/article/35-frettir-og-tilkynningar/182-aealfundarboe

Kv.

Geir

Geir Ágústsson, 21.10.2012 kl. 12:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband