Bólan er að fæðast

Blaðamaður skrifar:

Ýmsir hafa spáð því að framundan sé verðbóla á fasteignamarkaði. Miðað við vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá heldur utan um er ekki að sjá að mikil hækkun sé að eiga sér stað á fasteignaverði. Síðustu 12 mánuðina hefur vísitalan hækkað um 5,25%, en það er mjög svipað og verðbólgan. Það er því ekki að sjá að nein raunverðshækkun sé að eiga sér stað á húsnæði.

Með "ýmsum" er meðal annarra átt við Heiðar Guðjónsson, fjárfesti, og Viðskiptablaðið - sjá nánar hér.

Blaðamaður fer ekki nánar út í forsendur þess að ýmsir eru að spá hér nýrri bólu á fasteignamarkaðinum. Það eru trúverðugar forsendur sem ég sé ekki ástæðu til að draga í efa þótt tölfræðin sé e.t.v. ekki byrjuð að sýna miklar hækkanir á fasteignaverði.

Og það er oft kjarni málsins: Menn einblína oft of mikið á tölurnar og gleyma forsendunum, því sem liggur að baki og við hverju má búast. Blaðamaður gerir vel með því að nefna verðbólguspá "ýmissa" aðila, en hann ætti að vara sig á að drukkna í tölfræði. Forsendur bólu á fasteignamarkaði eru til staðar, fjölmargir aðilar (t.d. bankarnir) eru búnir að stofna deildir eða dótturfyrirtæki sem eiga að koma fé úr lausu formi og í fasteignir, gjaldeyrishöftin fara ekki í tíð þessarar ríkisstjórnar og verðbólgubálið geysar áfram. 

Bólan er að fæðast. Hún er e.t.v. bara rauður blettur í bili, en fyllist af grefti á næstu vikum og mánuðum.


mbl.is 20% meiri velta á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

...og hverjir eiga að kaupa til að standa undir bólunni - unga fólkið?

Haraldur Rafn Ingvason, 8.7.2012 kl. 13:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú vil ég alls ekki meina að neinn "eigi" að kaupa og þaðan af síður "standa undir" bólum. En fasteignakaup virðast vera ein fárra opinna flóttaleiða úr íslensku krónunni á Íslandi (t.d. fyrir þá sem eiga sparnað í íslenskum krónum, eða þéna vel í íslenskum krónum) og jafnvel sniðug sem flóttaleið.

Geir Ágústsson, 8.7.2012 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband