Jóhanna hittir naglann á höfuðið (óvart)

Jóhanna slysast stundum til að segja eitthvað sem heldur vatni. Dæmi (feitletrun mín):

Þá sagði Jóhanna aðspurð um ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að gera ætti hlé á viðræðunum við ESB um aðild að það væri aðeins pólitík af hans hálfu.

Orð Jóhönnu má nota til að draga saman efnahagsstefnu, fjármálastefnu, utanríkisstefnu, peningastefnu og raunar stefnu ríkisstjórnarinnar í flestum málaflokkum saman í tvö orð: Aðeins pólitík.

Efnahags-, skatta- og bótagreiðslustefna ríkisstjórnarinnar snýst um að koma á ölmusaþjóðfélagi í anda vinstrimanna, eða vasapeningasamfélagi með orðum Vefþjóðviljans. Hver einn og einasti Íslendingur veit að skattahækkanir og reglugerðavæðing kæfir hagkerfið. Enginn getur sagt af einlægni að skattahækkanir muni ekki drepa niður frumkvæði, fjárfestingar og aðlögun einstaklinga og fyrirtækja að efnahagslegum þrengingum. Því ættu flestir að gera sér grein fyrir að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar eiga sér aðrar ástæður en þær að beina hagkerfinu á réttar brautir. Þær ástæður eru "aðeins pólitík" vasapeningasamfélagsins.

Peningastefna ríkisstjórnarinnar snýst um að þjarma að þeim sem stunda viðskipti í íslenskum krónum. Þannig má fegra evruna og þar með Evrópusambandið, en aðild að því er eiginlega eina raunverulega stefna ríkisstjórnarinnar (og rammpólitísk, vitaskuld). Gjaldeyrishöftin hafa gríðarlega margar og slæmar afleiðingar í för með sér. Þeim er samt viðhaldið. Ástæðan er ekki sú að það gagnast verslun og viðskiptum, heldur er hér um að ræða "aðeins pólitík."

Utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar er bara til staðar þegar draga þarf athyglina frá óþægilegum málum innanlands. Það er "aðeins pólitík" af hálfu ríkisstjórnar sem er leidd af forsætisráðherra sem forðast útlendinga eins mikið og hægt er.

Vinstristjórnin hefur líka verið dugleg að bjarga eigendum einkarekinna banka frá tapi vegna gjaldþrota. Það er óskiljanleg stefna, og ekki síður óskiljanleg þegar hún er framkvæmd af vinstrimönnum. En hún er "aðeins pólitík" (sem ég kann samt ekki skilning á).

Jóhanna hitti svo sannarlega naglann á höfuðið þegar hún útskýrði pólitík annarra pólitískusa með orðunum "aðeins pólitík". En hún ætti að líta sér nær. 


mbl.is Rangt að leggjast gegn kröfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem því miður er að verða hér raunin er að ríkið hefur lítið sem ekkert dregið saman seglin til að mæta niðurskurði frláls markaðar.

Reyndar ef allur óþarfi yrði skorinn af ríkinu yrði atvinnuleysið hér 12-14%.

Hér er alltof stór hópur sem "vinnur" sem þessi  http://eyjan.is/2012/04/12/opinber-starfsmadur-gerdi-ekki-handtak-i-14-ar-og-gekk-ut-med-125-milljonir/  eða miðar mest að því að eyða framlögum... og aðeins meira til að ekki verði skorið niður.

Hér eru orðnar tvær stéttir.

Ríkisstétt. Hátt atvinnuöryggi, tryggð laun og verðtryggð eftirlaun

og

Almenningur með lágt atvinnuöryggi og sundurskorinn eftirlaun sem eru að engu að verða vegna skerðinga.

Þar til að þesi ójöfnuður hefur verið tekinn af er ekki hægt að sætta þjóðfélagið.

Næsta skref er að hætta að tala um skatta og gjöld og koma með eina heilda skattprósentu.... sem reyndar yeði svipuð og í löndunum í kringum okkur þegar öll "gjöldin" haffa verið reiknuð upp í skattana.

Bankakerfið þarf síðan að setja í stífan regluramma og þá má leggja niður íbúðalánasjóð og hætta með vaxtabótakerfið enda er það að mestu nú fjármagnað með lánum.

Þegar þessum 3 liðpum er lokið má ráðast í að jafna upp.... en ekki niður og skapa breiðan jöfnunargrundvöll en N.B. með hærri markmiðum en nú eru, sem eru að "sæl sé sameginleg eymd" í að jafna allt niður.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 09:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Óskar,

Takk fyrir innlegg þitt.

Til er dæmisaga úr raunveruleikanum sem sýnir bæði hvernig á að tækla efnahagsniðursveiflu og hvernig á ekki að gera það. Hún á sér stað á 2. og 3. áratug 20. aldar og gerist í Bandaríkjunum.

Hún byrjar á efnahagshruni í kjölfar peningaprentunar til fjármögnunar á þátttöku Bandaríkjanna í fyrri heimstyrjöldinni. Útlitið var slæmt, atvinnuleysi stökk upp. Forsetinn tók upp skurðarhnífinn. Efnahagsbatinn var fljótur að taka við sér og atvinnuleysi féll niður í nánast ekkert.

"Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.

The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction."[2] By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923."

(http://mises.org/daily/3788)

Tæpum áratug seinna skall á annað hrun. Það hófst mun vægar en hið fyrra. En í stað þess að skera niður var öllum árum róið að "örvun" og stórkostlega auknum ríkisafskiptum og peningaprentun. Niðurstaðan var nokkuð sem síðar fékk nafnið "The Great Depression", og entist í næstum því 2 áratugi.

Geir Ágústsson, 13.4.2012 kl. 09:31

3 identicon

Sæll.

Mæli sterklega með stórgóðri bók um Kreppuna miklu sem heitir "New deal or raw deal". Þar kemur glögglega fram hve ríkisvaldinu var misbeitt á þessum árum og hve slæm ríkisafskipti eru af samfélaginu.

Hefur þú lesið þessa bók Geir? Hún er algert dúndur. 

Helgi (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 09:56

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Hef nú ekki lesið hana. Las aðra, America's Great Depression (http://mises.org/document/694/Americas-Great-Depression), sem segir í alveg sæmilega einföldu máli (en óneitanlega tæknilegu) frá því hvernig peningamagn í umferð var aukið sífellt þar til bólan þoldi ekki meira við og sprakk.

Um það leyti tók sósíalistinn Herbert Hoover við og rúllaði ríkisvaldinu yfir allt og alla. Greyið maðurinn fékk svo þann ranga sögustimpil að hafa verið harður frjálshyggjumaður sem "gerði ekkert" og að FDR hafi svo riðið á svæðið og bjargað deginum (hið rétta er að Hoover hóf ferli stórkostlegra ríkisafskipta, og Roosevelt tók einfaldlega við sama kyndli og bar lengra áfram).

Geir Ágústsson, 13.4.2012 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband