Það sem Þráinn segir: Gera hið andstæða

Nú segi ég þetta aðeins í gríni, en samt ekki:
Ef Þráinn Bertelsson segir eitthvað, þá er hið eina rétta í stöðunni að gera hið andstæða.

Þráinn vill í þetta skipti að Ögmundur Jónasson segi af sér fyrir að vera á annarri skoðun en Þráinn þegar kemur að ákæru Alþingis á einum fyrrverandi ráðherra og þingmanni Alþingis. Ákæra, sem mörg rök hafa verið færð fyrir að sé í eðli sínu pólitísk.

Margir þingmenn hafa opinbera algjöra vanþekkingu sína á lagabókstafnum þegar kemur að ákærunni á Geir H. Haarde. Vanþekking blönduð saman við vænan skammt af heift og reiði er sjaldnast góð blanda.

Alþingi á að draga þessa ákæru til baka. Af hverju? Af því hún tengist hruninu ekki neitt; hrunið hefði átt sér stað sama hver sat í stól forsætisráðherra þegar það skall á, því íslenska ríkið hafði og hefur og ætlar sér að hafa einokun á útgáfu peninga á Íslandi og verðstýra verði á því í gegnum ríkisrekinn seðlabanka.

Eða eins og segir á einum stað (á bls. 155):

So long as an extra-market institution like government is in control of money, a permanent series of cyclical movements will mark the process of economic development. For through the creation of fraudulent credit, a government can engender a smooth and highly inconspicuous income and wealth redistribution in its own favor. There is no reason (short of angelic assumptions) to suppose that it would ever deliberately stop using this magic wand merely because credit expansion has the "unfortunate" side-effect of business cycles.

Ákæran kostar skattgreiðendur stórfé, dómur um "sekt" eða "sýknu" fyrrverandi forsætisráðherra mun ekki stöðva slæma hagstjórn núverandi stjórnmálamanna, ákæran tekur þungt á þann ákærða og sá ákærði braut í engu nein lög og "glæpur" hans var sá einn að hafa ekki bolmagn til að halda útþenslu ríkisins á eyðslu og ríkisábyrgðum niðri. Og pólitískur glæpur hans var að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni (nokkuð sem leit snemma í ríkisstjórnarsamstarfinu út fyrir að verða hörmung fyrir land og þjóð). 

Bankarnir voru með ríkisábyrgð í farteskinu þegar þeir tóku á sig gríðarlegar og uppgíraðar skuldbindingar. Þeir tóku mikla áhættu og vissu vel að stjórnmálamennirnir kæmu færandi hendi með skattgreiðendur til að kasta á peningabálið ef allt færi til fjandans.

Er einhver að reyna vinda ofan af þessum samkvæmisdansi banka og ríkisvalds? Nei. Ákæra á fyrrverandi þingmann þarþarseinustu ríkisstjórnar hefur ekkert að segja. Að leggja niður Seðlabanka Íslands og koma ríkinu úr framleiðslu peninga hefur mikið að segja.


mbl.is Hart sótt að Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það kemur mér sífellt á óvart hve illa þingmenn eru að sér, þeir hafa ekki hugmynd um það sem þú segir að ofan.

Átti garmurinn hann Geir H. að fara að skipta sér að rekstri einkafyrirtækja (bankanna)? Mátti hann það? Gat hann ekki haldið að þar væru hlutirnir í sæmilegu lagi fyrst endurskoðendur skrifuðu upp á? Er ekki eitthvað bogið við ársreikninga fyrirtækis sem fer fyrirvaralaust á hausinn? Er það hlutverk stjórnmálamanna að bjarga illa reknum einkafyrirtækjum frá stjórnendum og eigendum sínum? Þingmenn gleyma því líka að erlendis varð líka hrun, er það líka Geir H. að kenna?

Það sem þingmenn ættu að ræða er sú grátlega staðreynd að við erum fjórða skuldugasta þjóð heims og enn bætist við þær skuldir. Íslendingar eru skattpíndir úr hófi fram og geta því lítt sparað eða eytt í vörur og þjónustu. Er nema von að staðan sé slæm hérlendis?

Mig minnir að nýr fjármálaráðherra landsins hafi sagt sem svo í viðtali nýlega þegar hún var spurð hvort hægt væri að lækka skatta að ríkið hefði ekki efni á því. Það er auðvitað öfugt, ríkið hefur ekki efni á að hafa skatta svona háa og enn síður þjóðin. Veit einhver á Alþingi að hið opinbera býr ekki til störf?

Sæll (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 21:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Árin 2001 og 2008 fengu allir Alþingismenn hina mjög svo ágætu bók Hagfræði í hnotskurn gefins (hana má sækja hérna á fríkeypis PDF-formi á ensku). Í þessari mjög svo ágætu bók, hluta II, er mjög svo ágætur kafli um "starfasköpun" hins opinbera, og hræðileg áhrif hennar á hagkerfið. Ef þingmenn hafa gefið sér tíma til að blaða í gegnum hinar fáu 200 blaðsíður bókarinnar þá ættur þeir að hafa lært margt.

Því miður sést á orðum og verkum Alþingismanna að fæstir þeirra hafa opnað þessa bók. Og er þá von til þess að þeir hafi opnað önnur rit sem snúa að hagkerfinu og gangverki þess?

Geir Ágústsson, 24.1.2012 kl. 07:31

3 identicon

Sæll.

Ég las einmitt þessa ágætu bók síðasta sumar eða svo og fannst hún afar góð. Hún er ein besta fjárfesting sem ég hef ráðist í.

Fyrst svona háttar með alþingismennina er eina leiðin að uppfræða kjósendur um meinsemdir stórs opinbers geira.

Ég er svolítið spenntur fyrir forsetakosningum vestra í nóv, trúi ekki öðru en Obama verði sparkað út í ystu myrkur og við taki maður sem mun lækka skatta, draga saman hið opinbera og taka til í velferðarkerfinu þar. Þegar það hefur gerst mun kaninn rísa úr öskustónni (og enn hraðar ef Ron Paul vinnur) og þá munu menn neyðast til að horfast í augu við þá staðreynd að hið opinbera á Vesturlöndum hefur haldið lífskjörum og atvinnustigi niðri.

Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband