Hugmynd: 'Kaupmáttar'trygging í stað 'verð'tryggingar

"Verðtrygging" er hræðilegt fyrirbæri. Hún á að "tryggja" að ákveðin upphæð peninga geti keypt það sama í framtíðinni og hún getur keypt í dag, er sem sagt "leiðrétt" fyrir breytingum á verðlagi.

Þetta þýðir að þegar Steingrímur J. skrúfar alla skatta í loft upp þá hækkar verð á öllu og þeirri verðhækkun er svo rúllað út í lán og þau hækka sem nemur nokkurn veginn skattahækkunum fjármálaráðherra.

"Verðtryggingin" var upphaflega ætluð til að verja útlánendur fyrir skerðingu á kaupmætti peninga þeirra á tímum mikillar aukningar á peningamagni í umferð og þar með rýrnandi kaupmætti peninganna. 

Aðra og betri "tryggingu", sem kæmist nær því að leiðrétta fyrir aukningu á peningamagni í umferð, mætti kalla kaupmáttartryggingu. Hún væri þá reiknuð út frá verðlagi á t.d. gulli eða körfu stærstu gjaldmiðla hans fyrir alla skatta og opinberar álögur. Ef magn króna í umferð er aukið, þá hækkar vitaskuld gullverð og/eða erlendur gjaldmiðill í verði mælt í krónum. En ef Steingrímur J. ákveður að þyngja skattbyrðina enn frekar, þá kæmi það ekki til útreiknings á rýrnun í kaupmætti krónunnar.

Kaupmáttartrygging kemst nær kjarna málsins - leiðréttingu á rýrnandi kaupmætti krónunnar vegna aukningar á krónum í umferð. Það er sú trygging sem útlánendur þurfa á fé sínu, en ekki leiðrétting á útlánum fyrir t.d. hækkandi virðisaukaskatti á raftækjum (sem fólk er hvort eð er að kaupa í auknum mæli á svarta markaðinum, svo verðlag á þeim er þannig séð ekki orðið hærra hvort eð er).

"Verðtrygging" sem er tengd við verðlag er villandi. Núna er til dæmis mikil aukning á viðskiptum með reiðufé, oft kallað "svarti markaðurinn". Þar er verðlag nokkuð stöðugt miðað við hinn "hvíta" markað. Fólk er í auknum mæli byrjað að kaupa "undir borðið". Hvers vegna þá að hækka lán þess með "verðtryggingu" á "löglegum" varningi og þjónustu sem fólk er hvort eð er hætt að kaupa?


mbl.is Borgarafundur um verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert í rauninni að tala um að verðtryggja sjálfan gjaldmiðilinn.

Er það ekki það sama og það sem kallað er fastgengisstefna?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2012 kl. 15:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jú ætli það ekki, eða eins konar "skítugan gullfót" (ef krónan væri verðtryggð gagnvart gulli). Að vísu myndi svona skítugur gullfótur ekki halda aftur af peningaprentun og -útgáfu stjórnmálamanna, en skuldarar þyrftu a.m.k. ekki að horfa upp á hækkun skulda sinna af því ríkisvaldið skrúfar neysluskatta upp.

Geir Ágústsson, 24.1.2012 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband