Ríkið sér um sína

Enn og aftur reyna "aðilar vinnumarkaðarins" að kreista efndir úr ríkisstjórninni. Það er hægt, því ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir komnir í kosningabaráttu (1, 2).

Leið "aðila vinnumarkaðarins" að tómum vösum skattgreiðenda og atvinnurekenda er í gegnum vonir og væntingar ríkisstjórnarflokkanna um atkvæði. Hvort borgar sig betur, að skuldsetja ríkissjóð á bólakaf núna með því að hækka atvinnuleysisbætur og koma á fót víðtækri atvinnubótavinnu, eða með því að skuldsetja ríkissjóð seinna með því að lofa stórauknum skuldbindingum hins opinbera við lífeyrissjóði?

Hin rétta stefna, að skera ríkisreksturinn niður sem nemur heilu afkimum hans, er auðvitað ekki á borðinu. Skammtímameðöl og atkvæðaveiði er dagskipanin í Stjórnarráðinu.

Þessu eiga "aðilar vinnumarkaðarins" að gera sér grein fyrir ef bónferðir þeirra eiga að bera ávöxt. En þá verður leið þeirra í vasa annarra líka greið. Í bili.


mbl.is Eiga í viðræðum við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú væri réttast að aðilar vinnumarkaðarins og verkalýðshreyfingarnar sameinuðust um allsherjarverkföll til að koma þessari ríkisstjórn frá og boðað verði kosninga hið fyrsta.

þórarinn axel jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 22:40

2 identicon

Sæll.

Mér finnst afar fróðlegt að hafa í huga hvernig Harding fór að í USA um 1920, þar höfum við empírískt dæmi um hvernig á að snúa kreppur niður. Sú leið og hve árangursrík hún var er endanlegt rothögg á málflutning þeirra stjórnlyndu.

Ég stórefast um að Gylfi og Vilhjálmur kunni eitthvað að gagni í hagræði þó þeir eigi að heita hagfræðingar ef ég skil rétt. Um kunnáttu stjórnmálamanna í hagfræði þarf ekki að fara mörgum orðum. Samningar Gylfa og Vilhjálms frá því í sumar hafa orsakað verðbólgu og atvinnuleysi þó þeir kannist sjálfsagt hvorugur við það.

Mig langar að leggja til við þig að þú bloggir fljótlega um það hvernig Harding fór að og skrifir jafnvel grein í Moggann um þetta (ásamt útskýringum), þegar ég fékk vitneskju um þetta sannfærðist ég endanlega um skaðsemi hins opinbera. Halda þarf þessu að fólki oft og mörgum sinnum, hægt og rólega munu fleiri og fleiri kveikja á perunni og slíkt mun auka þrýsting á stjórnmálamenn.

Helgi (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 10:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þórarinn,

Ætli menn gefist ekki upp á endanum á því að Jóhanna kyngi stoltinu, hrokanum og yfirlætinu og boði til kosninga.

Helgi,

Hef þetta tvímælalaust í huga. Annars er sagan full af dæmisögum um kreppur sem komu í kjölfar peningaprentunar (þá helst til að fjármagna stríð, en í seinni tíð til að fjármagna vöxt velferðarkerfa) og entust stutt því menn voru annaðhvort ráðalausir og gerðu ekkert (t.d. af því það var ekki búið að búa til seðlabanka og gefa honum einokun á peningaútgáfu), eða hugrakkir og gerðu ekkert (Harding fellur í þann flokk).

Skal reyna að setja greinarskrif á planið.

Geir Ágústsson, 20.1.2012 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband