Og reikningurinn verður?

Skattgreiðendur bíða spenntir eftir því að fá að heyra hvað ríkisstjórnin og Alþingi ætlar að skuldsetja þá mikið. Upphæðirnar hafa hlaupið á tugum og hundruðum milljarða hingað til síðan bankaskattarnir hættu að fjármagna sukkið hjá hinu opinbera. Er einhver ástæða til að ætla að eitthvað annað verði uppi á teningnum að þessu sinni?

Á sama tíma og ríkið skuldsetur skattgreiðendur á bólakaf og sker niður til alls þess sem hvað mest sátt er um að það sinni (heilbrigðiskerfi, menntun), þá þenur það útgjöld til allskyns annarra "verkefna" út. Skuldsetningu skattgreiðenda er því ekki einu sinni hægt að "réttlæta" með því að segjast vera brúa bilið með lántökum til að verja velferðarkerfið svokallaða, helferðarkerfið réttnefnda.

Nei, skuldsetningin er vegna allskyns gæluverkefna ríkisstjórnarflokkanna. Hún kemur hvorki verðmætasköpun né velferð við. 

Reikningurinn, sem skattgreiðendur fá núna stungið ofan í kokið sitt, verður sennilega í hundrað-milljarða-kalla stærðargráðunni. 

Hver kaus þessa ríkisstjórnarflokka eiginlega?


mbl.is Fjárlögin afgreidd úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.
Þarfar athugasemdir hjá þér.

Ég hef ekki tíma til að lesa fjárlögin en ég man ekki betur en hafa heyrt Lilju Móses tala um það fyrir nokkrum mánuðum að við borguðum 74 milljarða í vexti og afborganir af skuldum í ár. Gaman væri að vita hver upphæðin verður fyrir næsta ár, örugglega nokkuð hærri. Kostar ekki LSH ca. helminginn af fyrrnefndri upphæð?

Svo vildi ríkisstjórnin enn auka á skuldir og þar með afborganir af þeim með Icesave? Er í lagi með svona fólk?

Hvað skuldar ríkið annars mikið? Af hverju grafa fréttasnáparnir það ekki upp í stað þess að velta sér stöðugt upp úr því sem engu skiptir?

Setja þarf lög um hámarks leyfilega stærð hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Af hverju kom engin tillaga um það frá þessu furðulega stjórnlagaþingi? Álit mitt á þeirri samkundu hefði snarbatnað hefði einhver slík tillaga komið fram.

Helgi (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 20:54

2 identicon

Ég vona að þessi ríkisstjórn fari að segja af sér, þið sjáið til dæmis endurreisn bankanna, nú er ekki gert upp á milli gömlu og nýju bankanna fyrrr en í lok júní 2012 þannig að það segir að skuldabréf gömlu bankanna eru í raun en á þeirra kennitölu og því er endurmat nýju bankanna sér til hagnaðar vegna skuldabréfa sem þeir eiga ekkert í bara fölsuð afkoma og samt er verið að dæla hundruðum milljarða í banka með falsað bókhald og þeir greiða síðan eigendum þrotabúanna arð þetta er æðislegt

valli (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 21:57

3 identicon

Ég greiði mína skatta í von um góða heibrigðisþjónustu, góða vegi og þar eftir götunum en ég þoli ekki að horfa upp á hundruði milljarða fara í eitthvað óljóst sukk sem ekki má ræða um

valli (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband