Hlýnun jarðar skiptir um skoðun

Hefur hin svokallaða "hlýnun jarðar" skipt um skoðun? Svo ég tali nú ekki um hina svokölluðu hlýnun "af mannavöldum"?

Sprenglærðir sérfræðingar í heimsendi af mannavöldum eru eflaust með mjög góðar útskýringar á kuldakastinu á Íslandi. Þeir munu jafnvel leyfa sér að fullyrða stærra og meira en flestir veðurfræðingar, sem þurfa "bara" að spá tvo sólarhringa fram í tíma um veðrið. 

Sem betur fer sló fjármála-peningaprentunar-ríkiseinokun-á-peningaútgáfu-krísan mest af umræðunni um "hlýnun jarðar af mannavöldum" út af borðinu. Umræða, sem skipti að vísu um nafn þegar hitaferlarnir  fóru að fletjast út um árið 2000, og fór þá að heita "loftslagsbreytingar af mannavöldum".  Snjallt orð, ekki satt? Jú, því er loftslagið ekki alltaf að breyta um hegðun?

CO2 er gott fyrir plöntur. Viltu meira grænmeti? Losaðu þá meira af CO2 í andrúmsloftið.


mbl.is Spá 11 stiga frosti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þögn kolefniskirkjutrúboðanna á www.loftslag.is, þeirra Svatla og Höska, er himinhrópandi þessa daga Geir. Náttúran hefur þaggað kyrfilega niður í ruglinu í þeim.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 20:49

2 identicon

Sæll.

Það eru merkilega fáir sem vita að plöntur auka ljóstillífun sína þegar CO2 í andrúmslofti eykst, gott að þú nefnir það. Menn hafa meira að segja gert tilraunir með það og það er engum vafa undirorpið.

Svo má auðvitað geta litlu ísaldar á miðöldum (ca. 1550-1850). Hafði mannkynið eitthvað með þá kólnun að gera eða má ekki frekar rekja þessa kólnun til annarra þátta? Án efa.

Helgi (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 22:17

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er til stöðugleiki í síbreytilegri náttúru? Ætli það fremur en í ólgusjó fjármálaheimsins?

Við erum í heimi sem er stöðugt að breytast. Stundum hættir okkur til að grípa til einhvers konar óskhyggu. Dæmi um það þegar sumir tala um „ósnerta náttúru landsins“. Þegar betur er að gáð er oft um að ræða fyrrum uppblásturssvæði vegna gegndarlausrar rányrkju, röskuð vistsvæði, þar sem náttúran er að vísu að burðast við að endurnýja sig með mosa, kannski einstaka steinbrjót og grasvíði, minnstu trjákenndu tegundarinnar sem „rís“ kannski 1-2 sm upp úr yfirborðinu!

Fyrir ísöld var loftslag hér eins og á austurströnd BNA eða Mið-Evrópu. Ekki höfum við náð því loftslagi enn þá!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.12.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband