Út með óþekku kettina

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru ekki hrifin af óþekkum köttum. Þau fela óþol sitt á ráðherrum sem þeim finnst óþolandi með því að tala um þörf á "ráðherraskiptum" og frekari sameiningu ráðuneyta.

En er ekki nýbúið að sameina fullt af ráðuneytum? Var um hálfkák að ræða þá? Voru menn að spara frekari sameiningu þá til að eiga hana inni ef einhverjir ráðherrar færu af fyrirskipaðri flokkslínunni?

Auðvitað sjá allir í gegnum leikritið sem forsætis- og fjármálaráðherra hafa sett upp. 

Hvernig knýr maður eiginlega fram kosningar á Íslandi? Er það bara alveg ómögulegt? Sitjum við virkilega uppi með Jóhönnu og Steingrím í yfir 500 daga í viðbót?


mbl.is Ólga vegna ráðherraskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ætli næsta skref verði ekki að neita þjóðinni um almennar kosningar ef ekki verði búið að koma landinu í ESB, fremja þar með valdarán.

Sandy, 3.12.2011 kl. 08:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning sem ég spyr sjálfa mig að oft á dag.  Er ekki á einhvern hátt hægt að knýja fram kosningar, hvað með að skora á forsetann?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2011 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband