Kínverjar vilja lána til Evrópu, gegn gjaldi!

Kínverjar vilja að sjálfsögðu lána ESB og einstaka Evrópuríkjum. Sem viðskiptahugmynd er það sennilega ekki það snjallasta sem þeir gera, en sem pólitísk aðgerð sé ég marga möguleika fyrir Kínverjana.

Kínverjar vilja til dæmis fá meira um það að segja hvernig Norður-Atlantshafinu verður stjórnað í framtíðinni, því þeir vilja að skipin sín geti siglt þar þegar ísinn á Norðurskautinu hopar loksins (eitthvað sem "módelin" hafa spáð í mörg ár, en lætur eitthvað standa á sér í raunveruleikanum). Kínverjar þurfa að komast að borði þeirra sem eiga lönd og sjó við Norðurskautið, og sjá sennilega að Evrópubúar verði auðveldari aðgöngumiði en t.d. Rússar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn.

Evrópa getur líka ýmislegt. Þar er mikil þekking og ennþá einhver framleiðsla, t.d. í Þýskalandi og Austur-Evrópu. Þegar menn hætta að prenta peninga eins og óðir og skattleggja eins og enginn sé morgundagurinn, og þegar þeir sem eru gjaldþrota hafa lýst sig gjaldþrota, þá er hægt að leyfa sér að vona að Evrópa nái sér aftur á strik. Kínverjar vilja eiga hlut í þeirri endurkomu, t.d. með því að geta gengið á Þjóðverja ef einhver neitar að borga af lánum sínum.

Kínverjar eiga nú þegar mest af skuldum Bandaríkjamanna og byrja smátt og smátt að herða að þeim um að byrja borga. Og þegar Bandaríkjamenn neita, eða borga með seðlaprentun, þá geta Kínverjar beitt Bandaríkjamenn pólitískum þrýstingi. Kínverjar sjá að sósíalismi er hin nýja stefna Bandaríkjamanna, og hann þýðir tollamúrar og hækkandi skattar, en Kínverjar geta þá beitt Bandaríkjamenn þrýstingi um að halda viðskiptum við sig opnum. Rétt eins og Bandaríkjamenn neyddu Evrópu á sínum tíma til að stunda viðskipti við sig með því að flengja þá með Marshall-aðstoðinni.

Kínverjarnir eru að koma. 


mbl.is Mun Kína bjarga ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við ættum kannski að hugleiða það að taka upp Juan?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 07:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kínverjar virðast ekki vera snjallari en aðrir þegar kemur að peningastefnu. Þeir binda sinn gjaldmiðil við gengi dollarans, og þurfa því að prenta þegar Bandaríkjamenn prenta, og upplifa núna bólur hér og þar hjá sér sem afleiðing þess. Bólur sem geta bara sprungið.

Geir Ágústsson, 28.10.2011 kl. 09:59

3 identicon

Tja, þegar allt kemur til alls, þá gæti kaninn líka dregið sig inn í sína eigin skel. Þeir eiga miklar auðlindir.

Þyrftu bara að draga verulega úr neyslu....

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 11:31

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bandaríkjamenn munu þurfa að minnka innflutning, framleiða meira, eyða minna og fjárfesta meira. Þeir ætla greinilega samt ekki að byrja á þessu fyrr en þeir hætta að geta fengið lán, og þegar peningaprentun upp í afborganir á lánum eyðileggur kaupmátt dollarans alveg.

Geir Ágústsson, 28.10.2011 kl. 11:49

5 identicon

Sæll.

Nú held ég að þú sért að ofmeta Evrópu:

http://www.evropuvaktin.is/vidskiptavaktin/20754/

Evrópa er svo sósíalísk að ekkert kemur í veg fyrir að hún sökkvi með manni og mús. Ég sé ekki að sú nauðsynlega breyting sem þú nefnir verði, þeir eru fastir í ónýtri hugmyndafræði. Evrópa sem stórveldi er búin að vera og nú liggur leiðin bara niður á við nema alger breyting verði þar á. Þjóðverjar eru orðnir ansi aldnir og fer þeim fækkandi og því ólíklegt að þeir bjargi Evrópu. Húsnæðisverð þar mun lækka um tugi prósenta á komandi árum sem og eftirspurn eftir ýmsum vörum sem ungt fólk kaupir gjarnan. Varla geta þeir endalaust stólað á útflutning? Ekki stendur kaninn undir útflutningsatvinnuvegum annarra mikið lengur.

Samdráttur einkageirans í ESB bendir til þess að kreppan þar nái ekki bara til opinbera geirans og skuldasöfnunar þar. Skatttekjur hins opinbera þarna munu dragast saman á komandi mánuðum og þar með greiðslugeta hins opinbera. Þess vegna finnst mér þetta vera stórfrétt.

Skemmtileg frétt um bólur í Kína:

http://www.youtube.com/watch?v=rPILhiTJv7E

Það eru óveðursský víða.

Helgi (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 11:45

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Efnahagslega, þá er Evrópa í skítnum. En burtséð frá því, þá hafa Evrópuríkin mörg hver sterk pólitísk ítök á stöðum þar sem Kínverjum langar í slík ítök. Og það er auðveldara að sannfæra einhvern ef viðkomandi skuldar þér eða vill skulda þér, en ef báðir aðilar tala saman á jafnréttisgrundvelli. 

Geir Ágústsson, 31.10.2011 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband