Prófessor Samfylkingarinnar

Stefán Ólafsson kemur reglulega fram á sjónarsviðið þegar Samfylkingin þarf að klæða pólitískan ásetning sinn í fræðabúning.

Tölur hans og túlkanir hafa oft verið hraktar, en hann bregst við slíku með því að þegja, bíða í nokkra mánuði og skipta svo um "rannsóknar"efni.

Eins og fyrir einskæra tilviljun þá falla rangir útreikningar hans og frumlegar túlkanir á gögnum alltaf mjög vel að stefnuskrá Samfylkingarinnar, og stundum Vinstri-grænna.

Stefán er því orðinn að auðveldu skotmarki fyrir þá sem hugsa aðeins skýrar og skipulegar. Dæmi:

Þegar Stefán Ólafsson prófessor lýsti áhyggjum sínum af hækkandi skattbyrði á árunum áður en Jóhanna og Steingrímur tóku við stjórn landsins var hann fyrst og fremst að lýsa því hve tekjur manna hefðu hækkað skarpt. Það vandamál hefur vinstri stjórnin hins vegar tekist á við af einurð.

Er Stefán ekki að stunda svipaða galdra núna með gögnin sín?


mbl.is Segir viðsnúning í tekjudreifingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólitískir prófessorar er alíslensk hefð.  Hvað annað hafa 'sumir' prófessorar að fyrir utan það að keppast um við heilaþvott á grunlausum námsmönnum.  Þeir þurfa jú að finna sér pólitísk markmið í rannsóknum sínum?  Rannsóknaþemað og hugmyndirnar spretta beint upp úr flokksfundum.

Jonsi (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 12:13

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hreint út sagt ömurlegur karakter, Stefán Ólafsson.

"Stefán sagði svigrúm fyrir meiri skattahækkanir.... "

Fór bylgja fagnaðarkliðs um salinn?  Litu menn á hvern annan með undrunarsvip, sem lesa mátti úr: "Þetta er snillingur?"

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2011 kl. 12:48

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski ætti Stefán Ólafsson að láta sér nægja að millifæra af eigin reikningi og yfir á reikning skattstjóra. Eru ekki reikningsupplýsingar ríkisins aðgengilegar?

En jú það vill oft vera þannig að fólk, sem menntar sig í stjórnmálafræði eða skyldum fögum, er fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum. Og þeir sem hafa áhuga á stjórnmálum hafa mjög líklega myndað sér stjórnmálaskoðun.

Svo ef menn eru að leita að "hlutlausum" einstaklingum, þá finnast þeir kannski hvað síst í hópi þeirra sem hafa menntun skylda stjórnmálafræði og samfélagsfræðum almennt.

Svo í hvert skipti sem "stjórnmálafræðingur" kallast "hlutlaus sérfræðingur", þá er verið að ljúga, annaðhvort blákalt eða óviljandi.

Geir Ágústsson, 27.10.2011 kl. 13:12

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vonandi sér almenningur í gegnum þetta kjaftæði.

Geir Ágústsson, 27.10.2011 kl. 13:13

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Hlutlausu álitsgjöfunum" teks misvel að leyna pólitískum skoðunum sínum.

Stefán Ólafsson og Þórólfur Matthíason eru ósvífnir í tilraunum sínum á leiklistarsviðinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2011 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband