Krugman-kreditkortið

Paul Krugman, einn aðahöfundur kreppunnar, segir tvennt og bara tvennt þegar hann er beðinn um ráð:

  • Prentaðu fleiri peninga.
  • Lánaðu fleiri peninga.

Í Bandaríkjunum hafa menn fylgt ráðum hans í mörg ár. Húsnæðisbólan var að hans skapi. "Stimulus"-pakkar stjórnvalda eru að hans skapi. Aukin skuldsetning hins opinbera er að hans skapi, og raunar vill hann meira af henni.

Stjórnmálamenn og aðrir í valdamiklum stöðum taka glaðir við þessum ráðum Krugman, því þau réttlæta gríðarleg opinber afskipti af hagkerfinu. 

Fræðahulan sem Krugman gefur óábyrgri hagstjórn er óspart notuð.


mbl.is Evran hefði ekki bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir að vekja athygli á þessu.  Þessi maður virðist vera algerlega ósnertanlegur í skjóli Nóbelsins. Fræði hans hafa þó kyrfilega afsannað sig og munu gera þar til sviðin jörð liggur eftir.

Varðandi Nóbelinn, þá er rétt að nefna að Henry Kissinger og Yasser Arafat eru báðir handhafar friðarverðlaunanna.  

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 11:28

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nóbelinn er bara nóbelinn.   Oft er hagfræðinóbelinn (sem er ef ég man rétt eini nóbelinn sem er ekki bakkaður af Nóbel fjölskyldunnu, heldur er í raun hagfræðiverðlaun Sænska seðlabankans, en það er útúrdúr), veittur fyrir merkar rannsóknir á tiltölulega þröngu sviði.  Það þýðir ekki að sá hinn sami sé snillingur á öllum öðrum sviðum hagfræðinnar.

Það þarf heldur ekki að skoða hóp verðlaunahafa grannt til að komast að niðurstöðu að þar ríkir ekki eindrægni í skoðunum á hinum ýmsu vandamálum.

Auðvitað er fengur að því að heyra það sem Krugman hefur að segja, t.d. um Ísland.  En það þýðir ekki að hann hafi höndlað hinn æðsta sannleik, ekki frekar en nokkur annar.

Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hafi einhver staðið frammi fyrir tveimur kostum, og sá sam varð fyrir valinu reynist ekki vel eða bregðist, þarf það ekki að þýða að hinn kosturinn hafi verið sé rétti, eða hefði komið til með að reynast betur.  Hann var bara öðruvísi.

G. Tómas Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 12:33

3 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þú þarft greinilega að kynna þér verk Krugmans og skrif.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 28.10.2011 kl. 14:23

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þórhallur, eða þú?

Geir Ágústsson, 28.10.2011 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband