'Svört' vinna er nauðsynleg

Þau störf sem oftast eru unnin "svört" eru yfirleitt lágtekjustörf, en engu að síður störf sem þarf að vinna. Á veitingastaðnum þarf að vaska upp, en sú vinna skilar veitingastaðnum takmörkuðum tekjum (þetta er útgjaldaliður sem viðskiptavinurinn tekur litla afstöðu til þegar hann horfir á verðmiðann). Verksmiðjugólfið þarf að skúra. Bílinn þarf að þvo. Þessi störf kosta svo mikið í opinberum gjöldum og skattheimtu, að ef þau væru öll unnin "löglega", þá hyrfu þau alveg.

Eða hversu margir hafa efni á því að nýta sér aðstoð starfsmanns á bensínstöðinni til að dæla bensíni á bílinn? "Dælukallinn" er starfsheiti í útrýmingarhættu. Núna þarf eldra fólk og heilsutæpt að voga sér út í öllum veðrum til að koma bensíni á bílinn. Þjónustustigið hefur verið skattlagt í burtu.

"Svört" vinna er líka algeng þar sem skattbyrðin er óbærileg. Iðnaðarmenn af ýmsu tagi þyrftu að rukka óheyrilegar fjárhæðir fyrir störf sín ef þau væru öll unnin "löglega".

Svört vinna er nauðsynleg til að halda mörgum tannhjólum hagkerfisins í gangi. Átak gegn svartri vinnu í skattaumhverfinu á Íslandi í dag er átak gegn allri vinnu.

Miklu raunhæfara væri að gera einfaldlega ráð fyrir því að 10-30% af vinnu hagkerfisins fari fram sem "svört" vinna, a.m.k. þar til skattheimta hins opinbera hefur verið helminguð hið minnsta. 


mbl.is 12% í svartri vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Svört vinna er eðlilegur fylgifiskur skattpíningar og fjárglæpamennsku eins og Íslendingar hafa löngum þurft að búa við. Að sjálfsögðu reynir hver sitt besta til að "hagnast" umfram eðlileg launakjör. Og enn hækka álögur á fólk og um leið þenst svarta hagkerfið út ...að sjálfsögðu!

corvus corax, 17.10.2011 kl. 12:38

2 Smámynd: GAZZI11

Alveg sammál .. þessi svarta vinna er alveg bráðnauðsynleg fyrir hagkerfið að einhverju leyti.

Þessir svörtu peningar eru hvort eð strax komnir inn í hagkerfið sama dag og þeir eru greiddir út og auka þar með veltuhraða peningahagkefisins og strax farnir að vinna fyrir ríkið.

Ríkið er farið framúr öllu skattarugli og þetta er að verða að stórvandamáli í öllum heiminum hvað ríkið og fjármagnseigendur eru farnir að skattleggja peninga og vinnu.

GAZZI11, 17.10.2011 kl. 12:43

3 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Góðir punktar, sem eiga fullkomlega rétt á sér

Gísli Birgir Ómarsson, 17.10.2011 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband