Tapaður málstaður? Alls ekki.

Harpa mun kosta íslenska skattgreiðendur tugi milljarða á næstu árum. Ofan á fyrirfram áætlaðan rekstrarkostnað bætist tap vegna vanáætlaðra útgjalda og ofáætlaðrar miðasölu. Harpan er illa smíðuð og til að halda henni opinni þarf sennilega að spýta stórkostlega í viðhaldssjóð hennar (ef slíkur sjóður er þá til).

Það er ennþá til mikils að vinna að reyna koma húsinu á sölu (og fá eitthvað upp í byggingarkostnaðinn), segja upp öllum samningum ríkis og Reykjavíkur við alla sem tengjast húsinu, og stöðva þannig útgjaldastrauminn sem óumflýjanlega er að verða til vegna hússins.  


mbl.is Sakar unga sjálfstæðismenn um væl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Mér finnst þetta mjög málefnalegt hjá SUS.  Framlög til Sinfóníunnar voru líka hækkuð til að þau gætu greitt hærri leigu í Hörpu.  Það aukaframlag hlýtur því að teljast með framlagi ríkis og borgar til Hörpunnar.

Málefnaleg umræða er alltaf af hinu góða.

Lúðvík Júlíusson, 6.10.2011 kl. 08:52

2 identicon

Sæll.

Ég er alveg sammála Geir og Lúðvík.

Einhver sagði mér fyrir borgar- og sveitarkosningarnar síðustu að Hanna Birna hefði sagst vera stolt af framlagi borgarinnar til Hörpunnar. Þar með hætti ég við að kjósa hana og hér eftir kem ég ekki við hana með priki. Þetta endurspeglar vel þann ókost að hafa hið opinbera umsvifamikið, stjórnmálamenn bera flestir frekar litla virðingu fyrir fjármunum enda virðast opinberir fjármunir vera fé án hirðis.

Ummæli BB dæma sig sjálf og segja mun meira um hann en SUS - gott að heyra að í SUS eru einstaklingar sem makka ekki bara með.

Ég held að amx hafi orðað þetta á þá leið að nokkrir hefðu fundið leið til að láta aðra borga fyrir sitt hobbí og held ég að það sé bara nokkuð góð lýsing á þessu Hörpu ævintýri.

Helgi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 17:24

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Bullukollur

hilmar jónsson, 6.10.2011 kl. 20:23

4 identicon

Því miður er ólíklegt að framlag ríkis og borgar til Hörpunnar dugi til að greiða afborganir lána og áætlaðan rekstrarkostnað. Þá eru þær upplýsingar ógnvænlegar, sem nú eru að koma fram um galla á byggingunni. Að sjálfsögðu verður að upplýsa skattgreiðendur um málið án undanbragða eða upphrópana enda eru það þeir sem greiða reikninginn, eins og venjulega.

Kjartan Magnússon (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband