Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Önnum kafinn við eitthvað sem skiptir minna máli
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gat ekki þegið boð Evrópuráðsins í Strassborg um að ávarpa ráðið vegna þess að hann var önnum kafinn við að bregðast við aðstæðum hér heima í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave.
Starfandi en óstarfhæfur fjármálaherra landsins er kominn í bullandi þversögn.
Í stað þess að sinna einhverju mikilvægasta verkefni stjórnvalda þessa dagana (að útskýra fyrir útlendingum hvers vegna Ísland er ekki sokkið og mun ekki sökkva í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar), þá er Steingrímur J. "önnum kafinn" við eitthvað allt annað.
Steingrímur var því upptekinn við eitthvað sem skiptir minna máli en mikilvægasta verkefni hans: Að útskýra af hverju fjarvera Icesave-klafans mun ekki hafa neikvæð áhrif á íslenskt hagkerfi (og hluti eins og "lánshæfi" þess).
Starfandi en óstarfhæfur fjármálaráðherra landsins þakkar eflaust í hljóði fyrir að geta bráðum lagst í helgan stein og á feitan lífeyri eftir þetta kjörtímabil, hvenær sem því nú lýkur.
Var önnum kafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Athugasemdir
Þann eina feita sem hann fær á næstunni verður böll í görnina eftir að búið verður að dæma hann í fangelsi fyrir svik við þjóðina þar sem landsdómur mun fá hann til meðferðar strax og spilaborg hans og Jóhrannars hrynur.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 21:03
Hvaða lög hefur Steingrímur brotið?
Það er ekki ólöglegt að skipta í sífellu um skoðun, tala í kross og þversögnum, vinna í leynd, neita að svara fjölmiðlum, segja eitthvað villandi, afvegaleiða, mismuna og svíkja loforð. Allt þetta er Steingrímur "sekur" um. En hvaða lög hefur hann brotið?
Geir Ágústsson, 13.4.2011 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.