Að komast hjá skuldum... hverra?

„Deilan þykir skapa það hættulega fordæmi að almenningur geti komist hjá skuldum,“ segir Phillips í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er vægast sagt mögnuð yfirlýsing. Hérna reynir sá sem talar ekki að greina á milli almennings annars vegar og hins vegar einkafyrirtækja sem starfa með óbeinni ríkisábyrgð í gegnum seðlabanka heimsins. Öllu er hrært saman. Sparifjáreigandi labbar inn í banka og leggur 1000 kr. inn á reikning. Bankinn fer með þennan pening í seðlabankann, leggur þar 100 kr. inn og fær svo að leika sér með 900 kr. að vild. Bankinn lánar þessar 900 kr. út og græðir vel á vöxtunum. Bankinn fer á hausinn. Sparifjáreigandanum er sagt að hann "skuldi" nú það sem bankinn hans hafði lofað öðrum. 

Þetta er fáheyrt.

Já skiljanlega óttast menn að þvermóðska Íslendinga til að éta töpuð viðskipti einkabanka skapi "slæmt fordæmi". Írland lét almenning éta alla peningaframleiðslu sinna banka. Írland er núna gjaldþrota og verður það um ókomin ár. "Slæmt fordæmi"? Nei. Gott fordæmi.

 


mbl.is Óttast fordæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig væri að ríkistjórnin skipaði nú afruglunarnefnd, sem brygðist við þessu bulli úr öllum áttum og leiðrétti þessa gapuxa sem virðast ekki hafa glóru um hvað máli snýst.

Þau gætu líka  sent greinar í erlend blöð til að útskýra þetta og vefja ofan af þessari misinformation, sem veður uppi.

Hér eru óbreyttir þegnar að hamast við að skrifa þessu liði til að opna augu þeirra.  Á það virkilega að þurfa að vera þannig?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 07:30

2 identicon

Nákvæmlega Geir. VIð þurfum ekki afruglunarnefnd. Björn Valur segir forsetann rugludall þegar hann talar máli þjóðarinnar. Þessi stjórn þarf að fara frá.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 07:57

3 identicon

Já, stjórnin þarf að fara frá. Henni er ekki treystandi fyrir endurreisn landsins - við stefnum inn í gamaldagskreppu. Eina nýjungin er að bankarnir eru í algjörum forgangi.

Eva Sól (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 08:20

4 identicon

Afruglunarnefnd getur horft á kerfið með "raunsæisgleraugum" en ekki kynja og/eða hlutfallssskekktum-gleraugum.

Þeim hinum sömu yrði gert kleyft að tjá sig í erlendum fjölmiðlum og svara þeim sem draga vilja málstað okkar niður í svaðið.

Þá þarf og að koma í veg fyrir að arfaruglaðir stjórnarliðar komi fingrum á þennan hóp þar sem að þá myndi jú ekkert gerast í 1-2 ár.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 08:42

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf að afnema gervihagfræði.

Ekki bara á Íslandi heldur á vesturlöndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 10:16

6 identicon

Alveg sammála þér Geir.  Þetta er fáránlegur málflutningur hjá þessum Philips og ekki síður Van Dijck.

Burt með þessa stjórn og áfram Ísland!

Þórólfur (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 12:26

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist breska blaðið Guardian vera að standa sig mun betur í afrugluninni en íslensk stjórnvöld:

Þá segir í frétt Guardian, sem skrifuð er af blaðamanninum Simon Bowers, að margir Íslendingar telji að niðurstaða dómstóla myndi sýna fram á að sú skoðun sé ekki á rökum reist að ríki verði samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins að hlaupa undir bagga ef innistæðutryggingasjóðir geti ekki bætt innistæður. 

Geir Ágústsson, 12.4.2011 kl. 17:24

8 identicon

Það eru Bretar og Hollendingar sem skulda fjölda þjóða MJÖG mikið fyrir nýlendukúgun og arðrán!!! Í stað þess hafa þeir komið þessum þjóðum í skuldasúpu eftir "aðstoð" við að reisa þessi ríki úr þeim rústum sem þeir lögðu þau í sjálfir! Viðbjóðslegt!!! Og við setjum þessum þjóðum gott fordæmi og hjálpum þannig til við að binda enda á mörg stærstu vandamál mannkynsins. Margt smátt gerir eitt stórt! Áfram Ísland! Áfram Afríka! Ein jörð! Eitt mannkyn! Niður með Eurocentric rasista pakk sem heldur að Bretar og Hollendingar skipti meira máli en mannkynið!

Gegn nýlendukúgun! Ein jörð - Eitt mannkyn! (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband