Hið opinbera tefur vöxt

Þannig hefur AGS bent á í endurskoðunum sínum á efnahagsáætluninni að tafir á fjárfestingu á uppbyggingu í tengslum við orkufrekan iðnað hafi haldið niðri vexti undanfarin misseri.

Sennilega er ekkert rangt við þessa fullyrðingu.  Ef hið opinbera hefði ekki flækst fyrir samningum raforkuframleiðenda og væntanlegra raforkukaupenda, þá væri sennilega búið að ráðast í mun fleiri framkvæmdir á Íslandi.

Fréttin segir samt bara hálfa söguna, og gefur raunar ranglega til kynna að lækning kreppunnar á Íslandi felist í stórum framkvæmdum við virkjanir og verksmiðjur. Svo er ekki. 

Það sem Íslandi vantar eru fjárfestingar í verðmætaskapandi starfsemi. Til þess að örva slíka fjárfestingu þarf ríkisvaldið að draga sig saman í skuldasöfnun (sem keppir við einkaaðila um lánsfé) og umfangi (sem mergsýgur einkaframtakið um naumt skammtaðar tekjur sínar). 

Það er með öðrum orðum ríkisvaldið og hið opinbera á Íslandi sem tefur efnahagsbata á Íslandi (eða réttara sagt: stöðvar áframhaldandi samdrátt í hagkerfinu).

Íslendingar þurfa ekki endilega að reisa enn eina virkjunina og enn eina orkufreka verksmiðjuna til að koma sér upp úr kreppunni. Íslendingar þurfa ekki endilega að taka tugmilljarða erlent lán, flytja inn hundruðir erlendra farandverkamanna, og reisa enn eitt stöðvarhúsið til að sjá fram á betri tíð. Það er nóg að ríkisvaldið dragi sig til hliðar og hætti að flækjast fyrir einkaframtakinu. 


mbl.is Dýpra og lengra samdráttarskeið hér en í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara hræðileg staða.

Við erum hér með fólk við stjórnvölin sem gerir allt til þess að koma í veg fyrir að hér fari í gang verklegar framkvæmdir.

Þetta fólk vill frekar hafa byggingarmennina okkar á atvinnuleysisbótum en í vinnu.

Til að stöðva og tefja framkvæmdir þá beytir þetta fólk öllum brögðum. Jafnvel með því að tefja mál fyrir dómstólum eins og umhverfisráðherra gerði varðandi framkvædmirnar í neðri hluta Þjórsár.

Ótrúleg er ósvífni þessarar konu að sitja enn sem ráðherra eftir að hafa tapað því máli með skömm fyrir Hæstarétti.

PT (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband