Áfram já, Icesave nei

Sú var tíð þegar Íslendingar stóðu fastir á sínu og sínum hagsmunum, og gerðu það með góðri samvisku. Íslendingar gerðu sjálfsagt marga breska sjómenn atvinnulausa þegar landhelgisdeilan við Breta vannst á sínum tíma. Íslenskir skattgreiðendur gera að vísu breskum og hollenskum skattgreiðendum lítinn greiða með því að hafna Icesave (spara þá um 1-2 evru), en sjálfum sér mikinn greiða (1-2 milljónir á mann sem "sparast" með því að hafna Icesave-lögunum). En þá er þeim mun meiri ástæða til að standa fastur á sínu.

Íslendingar hafa reynt að gera ýmislegt til að koma hagkerfinu í gang eftir hrunið. Þeir mæta samt mikilli mótstöðu frá yfirvöldum. Framkvæmdir eru svæfðar, fjármagn er skattlagt í burtu, ríkisreksturinn drekkur í sig verðmæti og lánsfé sem aldrei fyrr, gjaldeyrishöftin stífla fjármagnsflæði til og frá landinu, og fé eytt í allskyns gæluverkefni sem skila engum verðmætum (ESB-umsókn, tónlistarhús, jarðgöng, Landeyjahöfn osfrv.).

Bretum og Hollendingum á að senda tölvupóst strax með eftirfarandi texta:

Dear British and Dutch governments,

The Icelandic government and people will not accept your claims in the name of the Icesave-deposits. If you think this is a breach of any law, we will gladly show up in court and hear your arguments, as we believe in the Rule of Law and that no-one should be fooled to negotiate him- or herself around that.

Have a nice day.

Málið ætti þar með að vera búið (Bretar og Hollendingar væru sennilega búnir að draga okkur fyrir dómstóla ef þeir tryðu á lagagrundvöll krafna sinna). Áfram með allt annað.

"Áfram"-hópurinn misskilur hvað felst í samþykkt Icesave-laganna. Þar er ekkert "áfram". Þar er þvert á móti upphaf:

Við samþykkt samningsins mun vesenið fyrst hefjast fyrir alvöru. Nú þegar er verið að skera allt inn að beini hér á landi til að ná inn nokkrum tugum eða hundruðum milljóna króna. Icesave umræða dagsins í dag verður eins og vögguljóð í minningunni við hliðina á þeim sársauka og efnahagslegu áhrifum sem greiðslurnar munu valda okkur næstu 35 árin. Að samþykkja samninginn er eins og að giftast leiðinlega gæjanum til að hann hætti að bögga þig. En ofan á allt saman ætlar hann að flytja inn til þín.

Áfram já, en burt með Icesave. 


mbl.is Stuðningsmenn Icesave boða til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já við höfum stundum haft lélega aðila við stjórnvölin. En núverandi ríkisstjórn og stjórnarmeirihluti er líklega sá skaðlegasti í sögu þjóðarinnar.

Björn (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 12:49

2 identicon

Sæll.

Ég held að þeir einstaklingar sem telja að lausn okkar vandamála felist í því að greiða Icesave ættu að taka að sér að borga þetta án þess að blanda okkur hinum í þetta. Reykingamenn borga t.d. fyrir fíkn sína og því má kannski segja að ESB sinnar ættu að borga fyrir það að vera í náðinni hjá ESB.

http://www.amx.is/fuglahvisl/16919/

Ennþá heyrum við þvaður um að fyrirtæki geti ekki fjármagnað sig vegna Icesave þó fjölmörg dæmi sýni annað. Hvenær ætla menn að hætta svona rangfærslum?

Helgi (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 20:23

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn - hjartanlega sammála þér!

Helgi - heyr heyr! Ég held að menn hætti ekki svona rangfærslum nokkurn tímann, enda er þeim haldið á lofti af pólitískum ástæðum, með það pólitíska markmið að renna Íslandi inn í Icesave og þaðan inn í ESB. 

Geir Ágústsson, 25.3.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband