Núna kostar mjólkurlíterinn 50 kr

Seðlabankar heimsins eru í eðli sínu verðlagsstýringarstofnanir sem ákveða "verð" á peningum (vexti). Þar starfa vel menntaðir einstaklingar með mikið sjálfstraust. Þeir hittast reglulega og ræða sín á milli um "rétt verð" á peningum. Það megi ekki vera of hátt því það valdi flótta frá peningunum. Það megi heldur ekki vera of lágt því það ýti undir lántökur og þenslu á peningamagni.

Niðurstaðan er svo ákveðin tala, "vaxtaprósentan", sem þykir hæfa hagkerfinu á þeirri stundu.

Ég sat einu sinni fyrirlestur hjá manni sem starfaði á sínum tíma á stofnun í Sovétríkjunum sem sá um að safna gögnum um efnahaginn og stjórna verði á hinu og þessu. Samstarfsfélagi hans hafi komið til hans einn daginn og kvartað mikið undan vinnuálagi. "Það er rosalega erfitt að ákveða 1000 verð." Já, ég trúi því vel! 

Einnig kom fram að í Sovétríkjunum var á sínum tíma ákveðið að vodka væri slæmur, og ætti að vera dýr, en barnamatur væri góður, og ætti að vera ódýr. Niðurstaðan: Vodka var hægt að fá nánast hvar sem er, en barnamat hvergi.

Það er erfitt að stjórna verðlagi svo vel fari. En menn halda samt áfram að reyna.


mbl.is Spáir vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband