Gleymdar heitstrengingar um þjóðaratkvæðagreiðslur

Kosningaáherslur VG samþykktar á landsfundi í mars 2009
Aukið lýðræði – vegur til framtíðar.
Lýðræðisumbætur

Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.

Kosningastefna Borgarahreyfingarinnar 2009
Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess. Sama skal gilda um þingrof.

Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009
Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna og gera kleift að breyta stjórnarskrá með samþykki þings og þjóðar, án þingkosninga.

Lýðræði og jafnrétti - stjórnkerfisumbætur
Umbætur á stjórnkerfi og ný stjórnarskrá
•Þjóðaratkvæðagreiðslur.
•Milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins.
•Tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
•Minnihluti þingmanna, t.d. 30 % þingmanna, getur kallað eftir þjóðaratkvæði um samþykkt lög áður en forseti hefur staðfest þau.
•Reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins 2009
Lýðræði og réttlæti fyrir okkur öll
Við viljum að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar.

Úr landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins árið 2009: Ályktun um réttarfars- og stjórnskipunarmál
Landsfundur telur að setja skuli almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og þær lágmarkskröfur sem gera á um stuðning við mál á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu. 

(Heimild.)

Um 20.000 undirskriftir komnar þegar þetta er skrifað. Það er um 8,4% Íslendinga 18 ára og eldri. Hvað er "nóg"?


mbl.is Styður ekki þjóðaratkvæði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekkert er nóg... "bara ef það hentar mér".

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2011 kl. 13:42

2 identicon

Hverjum er ekki sama um hvað þetta auma málgagn auðvaldsins, andlýðræðissinninn Steingrímur hefur að segja. Við látum ekki taka af okkur völdin! Sannir vinstrimenn og sannir hægrimenn sameinist, gegn svikurum, loddurum, lygurum, falsspámönnum, hræsnurum og aumingjum!

Che Guevara (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 14:01

3 identicon

Hver sem er getur skreytt sig með stolnum fjöðrum og orðskrúði og þóst vera eitthvað allt annað en þeir eru. En það eru verk mannanna sem dæma þá og sýna þeirra sanna eðli. Hitler kallaði sig sócíalista, national sócíalista nánar tiltekið, eða þjóðernis-sócíalista. Hann sannaði að hann var ekki meiri sócíalisti en svo að stjórn hans nýddist á lítilmagnanum og minnihlutahópum. Nú lifum við á tímum þar sem aldrei fleiri fátækir hafa soltið, gamalt fólk hlotið illa meðferð, og sjúkum meinað um aðstoð, í sögu nútíma Íslands, á kostnað sífrekari yfirbyggingar og dekur við skrifstofufólk og eftirlæti ríkisins og endalausa fjársóun þar. Og þetta fólk kallar sig vinstrisinna. Auðvitað er það bara fjarstæða eins og að Hitler hafi verið sócíalisti. Hann var líka mikið fyrir að dekra við fyrirtæki, eins og AGS/ Magma pakkið í okkar ríkisstjórn, og stórfyrirtæki blómstruðu sem aldrei fyrr í Þýskalandi hans daga meðan hinn almenni þegn var í lífshættu. Við skulum losa okkur við allar gerðir lyga-sócíalista. Burt með sturlaða meðlimi ESB sértrúarsafnaðarins og fáum alvöru vinstri stjórn í staðinn. Ég sting upp á að Lilja Mósesdóttir leiði hana og hafi hana í anda alvöru vinstrimanna eins og Olafs Palme.

Ólafur (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 14:06

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ólafur,

Þau tæki og tól sem þarf til að þvinga meira af auði samfélags til "verkamanna" eru þau sömu og Hitler þurfti að beita til að þvinga meira af auði samfélagsins til "hvítra". Bæði sósíalismi og fasismi þurfa á kúgun og ofbeldi að halda til að knýja þjóðfélagsskipan sinni í framkvæmd.

Geir Ágústsson, 15.2.2011 kl. 14:11

5 identicon

Steingrímur hlýtur að vera einn vitgrannasti maður allra tíma. Og það segi ég ekki honum til álösunar, heldur okkur hinum, sem greinilega þurfum að horfast í augu við okkur sjálf, og passa okkur að vanda betur valið á þeim sem við kjósum til valda, að dæma menn eftir einhverju raunverulegu, ekki hysmi og tómum orðum sem ekkert fylgir...sama hvað þeir þykjast standa fyrir.

Hvernig getur maðurinn, sem barðist svo mjög fyrir að Svavarssamningurinn yrði samþykktur, og játaði sig svo sigraðan af þjóðinni, og sparaði sá sigur þjóðarinnar milljarða á milljarða ofan......nú farið fram með nákvænlega sama söng, nákvæmlega, nákvæmlega sama svipinn, í nákvæmlega sama anda, jafn fullviss um að hann sé alvitur en þjóðin safn fífla. Á svona maður að hafa völd í lýðræðisríki? 

Þetta er sorglegt og við skulum passa okkur að endurtaka aldrei þau mistök að kjósa vanvita. Og meðan við höfum ráðrúm til. Förum á http://www.kjosum.is  !!!!!

Baráttukveðjur, 

fyrrum kjósandi Steingríms.

Tómas (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband