Mánudagur, 3. janúar 2011
Hvað vakir fyrir Kínverjum?
Kínversk stjórnvöld eru sannfærð um að spænska hagkerfið muni standa af sér núverandi efnahagskreppu og þau munu halda áfram að kaupa spænsk ríkisskuldabréf.
Einmitt það já? Mín kenning er sú að kínversk stjórnvöld hafi enga trú á því að Spánverjum takist að rétta úr kútnum, og hafi aðrar ástæður fyrir því að halda áfram að kaupa spænsk ríkisskuldabréf.
Ég held að Kínverjar séu að fjármagna skuldasöfnun Spánverja til að komast í góða stöðu gagnvart þeim sem munu fjármagna "neyðarlán" til Spánverja, t.d. AGS og ESB. Kínverjar treysta því (sennilega með réttu) að ESB og AGS muni virða skuldbindingar Spánverja gagnvart t.d. Kínverjum (frekar en að lýsa yfir gjaldþroti Spánar og afskrifa skuldir ríkisins). Með því að eignast mikið af skuldum Spánverja sé því hægt að komast djúpt í vasa ESB og AGS, og þar með Þjóðverja og annarra sem í raun eiga pening og hafa ekki gleymt því hvernig á að skapa verðmæti.
Kínverjar eru sennilega að byrja gefast upp á að lána Bandaríkjamönnum. Bandaríkin eru að peningaprenta sig til helvítis og Kínverjar vita það en af pólitískum ástæðum hafa þeir leitt það hjá sér. Nú er röðin komin að því að skuldsetja Evrópu og tappa af verðmætasköpuninni sem þar á sér stað, t.d. í Þýskalandi.
![]() |
Kínversk stjórnvöld hafa fulla trú á spænska hagkerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.