VG lúffar - aftur

Jón Bjarnason gerði nokkuð sem Ungum jafnaðarmönnum og Samfylkingunni finnst alveg óþolandi: Talaði umbúðalaust!

Ríkisstjórnin reynir allt sem hún getur til að lauma Íslandi inn um hundalúguna hjá ESB. Samrunaviðræður hefjast bráðum, en undirbúningur er vel á veg kominn. Þessu gera sér ekki allir grein fyrir, og þannig á það að vera. Eða svo segja Ungir jafnaðarmenn.

Þeir sem eru einlæglega hlynntir því að Ísland renni inn í ESB ættu að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Er sannfæringarmáttur þeirra ekki meiri en svo að aðild að ESB þurfi að koma á með klækjabrögðum? 

Þeir eru samt ekki allir ESB-sinnarnir sem reyna að klóra yfir óþægilega hreinskilni landbúnaðarráðherra. Einn ESB-hlynntur kunningi minn skrifaði sem stöðu hjá sér á fjésbókinni í dag:

Ég hef einu sinni fylgst með ríki aðlagast kröfum Evrópusambandsins í aðdraganda aðildar. Það tókst frábærlega upp í það skiptið. Mun án efa verða eins í þetta skiptið. Það er nú ekki eins og við getum ekkert lært af öðrum.

Spurningin er svo bara: Vilja Íslendingar aðlagast fyrst, og taka afstöðu seinna, eða taka afstöðu fyrst og aðlagast svo ef vilji er fyrir því?


mbl.is Krefjast afsagnar Jóns Bjarnasonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband