Gettu hvaða ár!

Ágæti lesandi, veistu hvaða ár eftirfarandi átti sér stað?

  • Skattar hækkaðir, nánast allir sem einn
  • Nýir skattar kynntir til leiks
  • "Áætlaðar tekjur" ríkisins af sköttum fara lækkandi
  • Atvinnulífið frosið
  • Ríkið skuldsett á bólakaf
  • Fjármálaráðherra talar um bætta tíð og blóm í haga um leið og hann tilkynnir næstu hrinu skattahækkana

Til hvaða árs er vísað? 2010? Nei. 1988, þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra, iðkaði sömu leikfimi með hagkerfið og Steingrímur J. iðkar í dag. Um það má lesa aðeins meira um hérna. Ekki voru blómin komin né bætta tíðin 3 árum seinna með Ólaf Ragnar í stól fjármálaráðherra. Þá var ennþá verið að hækka skatta og horfa upp á minni "áætlaðar tekjur" ríkissjóðs vegna þeirra. Um það má til dæmis lesa hér.  

Tilvitnun dagsins:

En að halda því fram að nú eigi að hækka skatta, kannski á næstu mánuðum eða svo, er fjarstæða. Það er fjarstæða að halda því fram.

Vel má vera að í áætlununum sem við þurfum að gera til næstu fjögurra ára þurfi kannski að fara bæði í niðurskurð og skattahækkanir.

- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra svarar fyrirspurn á Alþingi 9. febrúar 2009 um hvort ríkisstjórnin hyggist hækka skatta


mbl.is Skattar hækka um tíu milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jújú, ég er að velta fyrir mér hvort það sem á pappír hefur komið frá þessari ríkistjórn hvafi verið pappírsinns virði, það getur ekki verið að nokkur maður geti logið svo mikið að einni þjóð.

Þetta er farið að minna á þegar sósial demokratar komust til valda í Þýskalandi(1933). AðferðirÍslenskra Jafnaðarmannalíkist meir og meir aðferðum þýsku jafnaðarmannan. Svei mér þá,spurning ef jóhanna ætti ekki að taka sig til og breyta skeggi sínu úr klasískri yfirvarðaskeggi yfir í litla og snirtilega hormottu

http://en.wikipedia.org/wiki/Nazi_Germany

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.8.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband