Stjórnmálamaður með markaðsvit?

Stjórnmálamenn tala oft eins og þeir viti manna best hvar viðskiptatækifærin liggi og hvar megi græða. Þeir tala gjarnan í fullkominni vissu, en af einhverjum ástæðum hætta þeir samt sjaldnast eigin fé og eigin frama til að stökkva á gullið þar sem þeir þykir næsta öruggt að það finnist.

Geysir Green Energy og "50 milljarða gróði" Dags B. Eggertssonar er dæmi um það. Hvar var hans fé í öllu því ævintýri, ef hann hefði fengið því framgengt á sínum tíma?

Loðdýraræktun átti einhvern tímann að skapa miklar tekjur. Sú spá stjórnmálamanna rættist ekki, og stórfé á reikning skattgreiðenda var sóað í það ævintýri.

Össur spáði Íslendingum milljarðahagnaði á fiskeldi á sínum tíma. Hvar finnast hlutabréf í nafni Össurar til að bakka þær fullyrðingar hans?

Svo átti ferðaþjónustan að gera allt gott á Íslandi, í nafni peninga og umhverfis. Kemur svo í ljós að ferðamenn traðka á gróðri og kaupa þjónustu sem skapar láglaunastörf, en ekki hálauna. 

Stjórnmálamenn sem tala um viðskiptatækifæri eru yfirleitt ávísun á tapaðar áhættufjárfestingar á kostnað skattgreiðenda. 


mbl.is Kína markaður fyrir fisk og ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Össur hefur ekki vit á mannréttindum, því að hann hafnaði hagsmunum Tíbets og Tævan fyrir gott veður, sem Kínverjarnir stóðu svo ekki við, því að sjaldan hefur rignt meira en eftir að Össum kom þangað austur.

Hvort hann hefur eitthvað vit á viðskiptum skal ósagt látið. Öruggt er samt að fullyrða, að Össur hefur ekkert vit á gjaldmiðlum og peningastefnu, ef hann telur að sýndarpeningurinn (fiat money) Evran væri okkur bjarg-hringur. Raunar virðist hann varkárari en í Króatíu, því að nú segir hann að "upptaka Evrunnar geti reynst Íslendingum afar mikilvæg."

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.7.2010 kl. 20:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur,

Takk fyrir innleggið.

Össur var lengi vel kallaður "vindhani" sem breytir um stefnu eftir vindátt. Sú skilgreining á ennþá vel við hann þótt færri noti hana um hann eftir að hann varð valdamikill ráðherra.

Össur og raunar flestir ráðamenn Vesturheims virðast hafa gleymt gömlu og góðu húsræði sem er: Eyddu minna en þú þénar.

Enginn gjaldmiðill getur storkað því húsráði þegar til lengdar er litið. 

Geir Ágústsson, 14.7.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband