Áfram heldur vitleysan

Stjórnmálamenn slá gjarnan um sig með "háleitum" markmiðum þar sem boðað er til funda og ráðstefna og miklu fé sturtað í átaksverkefni og auglýsingaherferðir, en á endanum hefur ekkert breyst.

Lífskjör almennings og geta hagkerfisins til að bæta þau velta að miklu leyti á aðgengi að ódýrri orku. Aðgerðir gegn CO2-losun (sem að vísu ná ekki til Eyjafjallajökuls eða Kötlu) eru bein árás á orkuaðgengi almennings og fyrirtækja, a.m.k. á meðan enn er hikað við að virkja fallvötn og jarðvarma og reisa kjarnorkuver. 

Ef CO2 hefur mikil áhrif á hitastig jarðar og ef mönnum tekst að sporna gegn losun CO2 (plöntum til mikillar ólukku) þá hefur eitt og aðeins eitt gerst: Við verðum fátækari á kaldari plánetu, í stað þess að vera ríkari og hlýrri plánetu.

Ekki eftirsóknarvert markmið að mínu mati.

Annars hélt ég að alvarlegri krísur á borð við hrunið á hinu blandaða hagkerfi hefðu fyrir löngu sópað þessari óspennandi gróðurhúsaumræðu út af borðinu. Einhverjir ætla sér samt að reyna halda lífi í henni, enda margir sem nú orðið lifa á því að framleiða hræðsluáróður ofan í almenning.


mbl.is Hvetja til meiri samdráttar í losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband