Þriðjudagur, 13. júlí 2010
'Taka tekjur inn' segir Jóhanna
Orðanotkun vinstri manna (en þeir finnast í öllum flokkum á Alþingi í dag) er athyglisverð. Talað er um "breytingar á skattkerfinu" í stað þess að tala berum orðum um hækkandi skatta. Talað er um að ríkið "taki inn tekjur" í stað þess að tala berum orðum um hækkandi skatta.
Það nefnilega ekkert óvænt við að vinstristjórnin snarhækki skatta á alla línuna og hlaupi svo frá sökkvandi skipi. Það er mjög dæmigert og endurtekið ferli í íslenskri stjórnmálasögu. Núna er orðalaginu bara breytt.
Eða hver kannast ekki við þetta myndband um fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars og seinustu vinstri stjórnar?
Útilokar ekki skattahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
maggnað að þau hafi ekki brennt sig á síðustu skattahækkunum ... þær náðu alls ekki settu markmiði heldur þverrt á móti ... Lægri skattar = meiri eyðsla,meyri vellta=Hærri tekjur af skattinum pr. Ár . Maður hækkar ekki skatta og skerðir þjónustu maður lækkar skatta og skerðir þjónustu það var við líði hér áður fyrr og það þarf að verða þannig aftur.
Valdi (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.