Obama W Bush

Obama boðaði miklar "breytingar" á valdatíma sínum. Raunin hefur verið nokkuð önnur. Með ágætum rökum er hægt að segja að Obama hafi tekið upp allt sem George W Bush stóð fyrir og þanið út.

Dæmi:

Kreppuhagfræðin

George W Bush ákvað að kaupa sér leið út úr hruninu á internetbólunni með því að samþykkja stórkostlega peningaprentun undir leiðsögn Greenspan í seðlabanka Bandaríkjanna. Hin nýja bóla sem þá varð til kom (meðal annars) fram í snarhækkandi húsnæðisverði (hafði í tíð peningaprentunar Clinton-Greenspan komið fram í hlutabréfaverði á internetfyrirtækjum). 

Obama hefur framfylgt nákvæmlega sömu "hagfræði" með Bernanke í stól seðlabankastjóra. Tilraun er gerð til að prenta sig út úr hruninu, nema hvað núna er miklu meira prentað og miklu meira sett á ábyrgð skattgreiðenda. Menn tala um að "hagvöxtur" sé byrjaður að sjást í bandarísku hagkerfi, rétt eins og eftir internetbóluna. 

Stríð

Eitthvað nýtt þar? Fleiri hermenn, meiri útgjöld, sama áætlun. Friðarverðlaun Nóbels hafa greinilega engin áhrif ef þeim fylgja engar breytingar á aðferðafræði.

Útþensla velferðarkerfisins

Bush sparaði ekki á "velferðinni" á sínum valdatíma. Hann smellti lyfjaútgjöldum eldra fólks inn á reikning skattgreiðenda og kom á ýmsu öðru, t.d. eitthvað fyrir börn. Obama tekur hérna upp þráðinn og rúllar meira og minna öllu heilbrigðiskerfinu undir væng hins opinbera. Ekkert nýtt, bara hið sama í stærri mæli, rétt eins og með stríðsreksturinn og peningaprentunina.

Arfleifð Obama sem "fyrsta svarta forsetans" verður líklega bara sú, að hann hafi verið fyrsti svarti forsetinn. Að öðru leyti verður hans varla minnst fyrir annað en að hafa þanið hið opinbera stórkostlega út, og skilið eftir sig aðra sprungna bólu á hagkerfinu. 


mbl.is Treysta ekki lengur Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margt sem hann hefur gert hefur vissu leyti verið vonbrigði. Sérstaklega hvað varðar Íraksstríðið og einnig hafði hann lofað að vera með mun opnari stjórn (transparency) sem hefur ekki gert.

 En ekki er hægt að líkja honum við manninn sem gerði allt rangt. S.s Bush. 

 Obama hefur til dæmis gefið mörg þúsund könum rétt á sjúkratryggingu. Sem ég ásamt lang flestum íslendingum teljum vera gott mál. Hann hefur stofnað til ýmissa samtaka eins og þetta http://www.whitehouse.gov/blog/2010/07/08/save-more. En það er að hvetja fólk til þess að koma með sparnaðarleiðir.  Hann hefur einnig lofað að loka Guantano Bay, sem er ekkert nema gott mál.

Einnig var frétt í dag þar sem hann sagðist ætla  beita sér fyrir átaki gegn alnæmi. Sem er einnig ekkert nema gott mál.

Og það á rúmlega einu og hálfu ári. Bush var þó nokkuð verri. 

jakob Ómarsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 15:12

2 identicon

Ég er Íslendingur og mér er alveg sama.

Þórlaug (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 16:34

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Jakob,

Afrek Obama mælast í dag í orðum. Á einhverjum tímapunkti þarf að byrja mæla þau í verkum, og þar eru vísbendingarnar ekki honum í hag. 

En sjáum hvað setur. 

Geir Ágústsson, 13.7.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband