Þeir sem nýta ekki fá að borga

"Borgarráð hefur samþykkt að veita..." fé almennings í eitthvað sem almenningur hefur bersýnilega engan áhuga á að fjármagna, en skal nú fá reikninginn fyrir því engu að síður.

Það er nokkurn veginn kjarni málsins hér.

Ég veit að almenningur er neyddur með sama hætti til að fjármagna allskonar af hinu og þessu sem hann nýtir ekki eða kærir sig um, en núna á krepputímum er bara verið að sá salti í sárin svo vinir Jóns Gnarr geti fengið sér þægilega innivinnu á reikning fólks sem hefur engan áhuga á að njóta afrakstursins. 


mbl.is 12 milljónir til „Heimilis kvikmyndanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, enda vitað mál að enginn reykvíkingur hefur nokkurn áhuga á kvikmyndum.

brynjar (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 08:07

2 identicon

Sæll.

Þetta er sorglegt dæmi um það hvað margir bera litla virðingu fyrir fjármunum og finnst í lagi að dæla langt í 900 milljónum á ári í þetta blessaða tónlistarhús. Væri ekki nær að nota það fé t.d. í að greiða niður skuldir? Hið opinbera verður að sýna meira aðhald í rekstri, minnka þarf hið opinbera með því að segju upp fólki.

Helgi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 08:33

3 Smámynd: Geir Ágústsson

brynjar,

Jú mikinn áhuga, en að því er virðist bara á þeim sem sýndar eru í bíóhúsum sem láta skattgreiðendur í friði. 

Helgi,

Sammála! Kannski "Hagfræði í hnotskurn" á hvert heimili gæti bætt úr?

Geir Ágústsson, 9.7.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband