Föstudagur, 9. apríl 2021
Vísindin segja þeir
Spánn er land í Vestur-Evrópu með allar þær stofnanir og innviði sem við þekkjum á Norðurlöndum. Þar var þar til nýlega grímuskylda á gestum strandlengja.
Henni hefur nú sem betur fer verið aflétt.
Ætli vísindin hafin ráðið för eða mótmæli almennings?
Ætli vísindi séu rót sóttvarnaraðgerða eða bara handahófskenndur yfirgangur sem stoppar ekki fyrr en fólk spyrnir við fótum?
Vísindin voru yfirgefin fyrir um ári síðan. Sóttvarnir hættu að vera persónulegar fyrir um ári síðan. Fyrir um ári síðan urðu þær að stjórntæki. Þegar ný og óþekkt veira og lítt rannsökuð fór á stjá tók fólk undir hvað sem er. Núna, ári síðar, þarf að spyrna við fótum.
![]() |
Ekki lengur grímuskylda á ströndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. apríl 2021
Þórólfur og félagar: Ragnar Reykás nútímans
Ég rakst á þennan skemmtilega þráð sem er vel þess virði að deila:
Fimmtudagur, 8. apríl 2021
Álag og óvissustig
Landspítalinn er á óvissustigi svokölluðu þótt þar liggi ekki einn einasti COVID-sjúklingur inni. Kannski álagið á spítalann megi því skrifa á sóttvarnaraðgerðir frekar en sjálfa sóttina. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir frá:
Jafnvel þó við sem heilbrigðisstofnun séum undanþegin þegar kemur að sjúklingum og heilbrigðisþjónustu þá er náttúrulega mjög margt sem fer fram innan spítala, fundir og kennsla og ýmislegt þar sem við verðum að hlíta almennum reglum eins og um fjölda sem má koma saman og fjarlægð á milli fólks, viðveru í matsölum og svo fram vegis.
Svo já: Geta spítalans til að rækta skyldur sínar er takmörkuð vegna sóttvarnaraðgerða, ekki sóttarinnar sjálfrar.
Ætli orðið "óvissustig" sé skot á sóttvarnarlækni? Að það ríki svo mikil óvissa um aðgerðir að spítalinn þarf að vera á óvissustigi?
![]() |
Færri innlagnir en spítalinn óttaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. apríl 2021
Stjórn og stjórnarandstaða
Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að Alþingi verði kallað saman án tafar svo renna megi skýrum lagastoðum undir nauðsynlegar sóttvarnir á landamærum.
Lesist: Að lögreglan fái lagaheimild til að sækja fólk á flugvöllinn og keyra í hús þar sem það þarf að hírast í þeirri tegund sóttkvíar sem orðabókin telur eiga við um dýr:
það þegar maður þarf að halda sig fjarri öðrum vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
2
það þegar dýr er vistað á sérstökum stað í ákveðinn tíma vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
![]() |
Alþingi samþykki nauðsynlegar sóttvarnir á landamærum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. apríl 2021
Þegar blaðamenn vinna vinnuna sína
Texas-ríki Bandaríkjanna opnaði allt fyrir um mánuði síðan. Myndin hér er tekin fyrir nokkrum dögum:
Á sama tíma heldur smitum áfram að fækka. Hvernig stendur á því? Er það vegna loftslagsins? Eða af því fólk er að borða meira úti og dreifa sér á fleiri staði nú þegar allt er opnað? Eða fer fólk varlega án boðorða frá yfirvöldum?
Sóttvarnarlæknir Bandaríkjanna, hinn óskeikuli og alvitri Dr. Anthony Fauci, mætti blaðamanni fyrir skömmu (blaðamanni sem vinnur vinnuna sína) og spurði hvernig gæti staðið á því að þótt allt sé opið er smitum að fækka.
Svörin eru kostuleg, og má lesa þau (og sjá) í umfjöllun ZeroHedge. Dæmi:
"I am not really sure, it could be because they are doing things outdoors, you know it is very difficult to just one-on-one compare that...I hope they continue to tick down, if they do that would be great. But there is always the concern that when you pull back on methods, particularly things like indoor dining, or bars that are crowded...you could see a delay, then all of a sudden cases tick back up."
Í stuttu máli: Dr. Fauci veit ekki af hverju smitum fjölgar ekki. Hann veit ekki af hverju þeim fækkar. Hann veit með öðrum orðum ekki hvernig veiran smitast og hegðar sér en um leið vill hann að fyrirtækjum sé lokað og fólk noti grímur.
Annað hvort veit hann eitthvað og er marktækur þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum, eða ekki. Hann getur ekki bæði játað vanþekkingu og ætlast til að vera hlýtt. Það er eins og að páfinn játi að hann viti nú ekki mikið um Guð og Jesú en vill samt ráðstafa sunnudögum þínum og halda ræðu fyrir þig einu sinni í viku.
Þar með er ekki sagt að allar tilgátur hans séu vitlausar. Með því að opna allt, inni og úti, er til dæmis hægt að dreifa fólki betur: Á fleiri staði, í fleiri verslanir.
Ég samgleðst innilega íbúum Texas-ríkis, og öllum sem streyma nú með lögheimili sín til ríkisins, fyrir að hafa endurheimt líf sitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. apríl 2021
Á meðan, í Bandaríkjunum
Þriðjudagur, 6. apríl 2021
Langur er armur sóttvarnarlæknis
Alltaf þegar er búið að innleiða ströngustu sóttvarnaraðgerðir hingað til er talað eins og aldrei megi taka vægari skref.
Þríeyki fengu fálkaorðu fyrir tíma sóttvarnarfangelsa, andlitsgríma og þrefaldrar skimunar á landamærum.
Hvernig í ósköpunum gátu þríeyki þegið fálkaorðu fyrir slíkt kæruleysi?
Þríeyki fengu fálkaorðu fyrir að tala um að fletja út kúrvur og verja heilbrigðiskerfið fyrir of miklu álagi. Nú er óbeint talað um að reyna útrýma veirunni með öllu.
Hvernig í ósköpunum gátu þríeyki þegið fálkaorðu þegar þau töldu að flatar kúrvur væru nóg?
Sóttvarnaryfirvöld eru að lengja arm sinn og eru núna beinlínis farin að heimta lagasetningu sem meinar fólki frá því að sinna sóttkví á eigin heimili, í eigin landi. Fyrir ári síðan hefði slíkt verið kallað fáránlegt en dropinn holar steininn og bráðum sættir almenningur sig við sóttvarnaraðgerðir að eilífu.
Nema auðvitað almenningur spyrni við fótum.
![]() |
Úrskurður geti hleypt sóttvörnum í uppnám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 6. apríl 2021
Nýyrðasmíðin
Undanfarna 12 mánuði hefur fjöldi nýrra orða í íslensku tali vaxið svo mikið að þeir hjá íslenskri orðabók hljóta að vera vinna langa daga að halda utan um þau.
Hin nýju orð eiga margt skylt með eldri orðum. Tökum orðið gæsluvarðhald sem dæmi:
tímabundin frelsisskerðing sem beitt er í þágu rannsóknar sakamáls, varðhald
Síðan er það orðið sóttkví:
það þegar maður þarf að halda sig fjarri öðrum vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
2
það þegar dýr er vistað á sérstökum stað í ákveðinn tíma vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
![]() |
Skyldudvöl dæmd ólögmæt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. apríl 2021
Sóttvarnarfangelsið og samstaðan
Svo virðist sem sóttvarnarfangabúðirnar hafi fengið marga til að hugleiða hvert markmið sóttvarnaryfirvalda eiginlega sé.
Sennilega er markmiðið að útrýma veiru með öllu þótt enginn hafi sagt það upphátt.
Svarthöfði veltir til dæmis fyrir sér stöðu unga fólksins, sem öllum virðist annars vera skítsama um:
Svarthöfði telur þó mikilvægt að við leyfum okkur að sjá og viðurkenna hvað við höfum misst, hverju við höfum glatað og hverju við höfum fórnað á altari faraldursins. Fyrir okkur sem eldri erum þá er rétt rúmt ár ekki svo langur tími í stóra samhenginu. Aðeins fleiri grá hár, nokkrar fleiri hrukkur í safnið og enn eitt afmælið. Ekki svo mikið mál. Þetta reddast, venst og allt það heila stef.
Svo er það unga fólkið, ungmennin og börnin. Þau hafa aðra sögu að segja. Frá því að Svarthöfði man eftir sér predikuðu foreldrar hans yfir honum að muna að njóta þess að vera unglingur, njóta þess að vera í framhaldsskóla því það væru bestu ár lífs hans og hann fengi þau aldrei til baka.
Leiðarahöfundur á Viðskiptablaðinu er líka efins um stefnuna, eða stefnuleysið réttara sagt:
Ef vernd heilbrigðiskerfis og viðkvæmustu hópa er ekki lengur markmiðið og þess er að vænta að takmarkanir verði enn við lýði eftir að hjarðónæmi hefur verið náð, hvar liggur þá endamark faraldursins og tilheyrandi frelsisskerðinga?
Hagfræðikenningar hafa fæðst og dáið á veirutímum. Allt í einu virðist ekki skipta máli að hafa lamað hagkerfið. Þetta reddast, ekki satt?
Ringulreiðin er algjör. Með galtóm sjúkrahús eru örfá smit talin ástæða til að skella öllu í lás. Með bóluefni að renna inn í æðar viðkvæmra og aldraðra mætti ætla að hraust fólk gæti þolað svolitla veiru sem skaðar það líklega ekki meira en flensan. Grímurnar eru gagnslausar en með þær á hverju andliti mætti ætla að eitthvað fengist í staðinn.
En nei. Bíðum eftir næsta fundi. Kannski Íslendingar í útlöndum geti bráðum heimsótt vini og ættingja á Íslandi án þess að vera settir í fangabúðir. Kannski einn daginn, en allt í einu ekki þann næsta. Kannski börn geti leyft sér að hlakka til æfinga eða íþróttamóta. En svo allt í einu ekki. Allir viðkvæmir með bóluefni? Skiptir ekki máli. Veiran þarf að hverfa á heimsvísu áður en þríeykið sleppir tökunum.
En samstaðan er að molna niður. Það er gott.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 3. apríl 2021
Bilið milli ástands og aðgerða breikkar
Í mars 2020 var tekið viðtal við yfirlækni COVID-deildar Landspítalans. Það lá vel á honum þótt hann stæði í fremstu víglínu (bókstaflega) í baráttunni við glænýja og frekar lítt þekkta veiru:
Tíu eru á gjörgæsludeild Landspítalans vegna COVID-19 og 15 til viðbótar eru á sjúkrahúsi. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir COVID-19 deildar Landspítalans. ... Hann segir spítalann hafa undirbúið sig fyrir verstu sviðsmyndina og aðeins meira en það. Enn sem komið er haldi spítalinn vel í við farsóttina.
3 mánuðum síðar var búið að veita fálkaorður.
Í desember sama ár var aftur tekið viðtal við sama mann, og aftur lá vel á honum. Hann hvatti til þess að aðgerðir yrðu hófstilltari í framhaldinu, hvað sem öllu bylgjutali líður, svo fólk gæti haldið ástandið út.
Búast má við að minnsta kosti einni bylgju kórónuveirufaraldursins til viðbótar. Ekkert fararsnið er á veirunni og við þurfum að aðlaga okkur að því að búa við hana að minnsta kosti fram á vor. Leyfa þyrfti íþróttir og líkamsrækt í meiri mæli en nú er, svo fólk haldi ástandið út. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson umsjónarlæknir COVID-göngudeildar Landspítala. ... Við vissum að önnur og þriðja bylgjan myndi koma og við skulum ekkert láta okkur bregða þó fjórða bylgjan komi. En ég held að í því ljósi verðum við að nota meira þá þekkingu sem við höfum aflað okkur og lifa með þessari veiru, sagði Ragnar Freyr.
Ekki var hlustað á manninn, því miður (sóttvarnarlæknir hlustar bara á sjálfan sig og veit varla hvaða lög gilda á Íslandi). Nánast enginn er á spítala vegna veirunnar og sóttvarnaraðgerðir með þeim hörðustu hingað til. Bilið á milli ástandsins og aðgerðanna er orðið mjög breitt. Fólk er handtekið á landamærunum og fært í fangageymslur (í húsi hótels) og að auki gert að greiða fyrir fangavistina og fær ekki einu sinni að viðra sig. Hörðustu glæpamenn í hefðbundnum fangelsum búa við meiri mannréttindi. Sem betur fer er þessi meðferð á venjulegu fólki nú komin á borð dómstóla. Þó er hætt við að búið sé að panta niðurstöðu þeirra fyrirfram, hvað sem líður lögunum.
Í Danmörku komast yfirvöld ekki upp með svona yfirgang og þökk sé þrýstings frá stjórnarandstöðunni er loksins búið að gefa út áætlun um opnanir sem hangir saman við dagatal bólusetninga á þeim eldri og viðkvæmari (auk aðstandenda). Á Íslandi er engin slík áætlun til. Menn ákveða einfaldlega frá degi til dags hvernig fólk getur skipulagt framtíð sína, sem þýðir auðvitað að enginn getur skipulagt neitt. Og nú er venjulegt fólk fært í fangelsi. Þetta verður ríkisvaldinu dýrkeypt, ef ekki í fé þá orðstír.
![]() |
Telja sóttvarnalög og stjórnarskrá brotna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)