Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2023

Aðgerðir skæðari en veiran

Vorið 2020 fór á stjá ný veira. Menn höfðu áhyggjur. Hverja leggst hún verst á? Hvað er hægt að gera til að verja sig gegn henni? Hvernig er hægt að minnka fjölgun á henni í líkamanum?

Þessum spurningum var meira og minna búið að svara vorið 2020 og tvímælalaust um haustið sama ár. En þá gerðist eitthvað annað. Menn voru búnir að lýsa yfir heimsfaraldri og framhaldið þekkjum við: Yfirvöld hentu lögum og reglum í ruslið og réðust á meira og minna öll þau réttindi sem var búið að rífa úr klóm yfirvalda með stjórnarskrám og jafnvel blóðugum byltingum.

Þetta hafa verið kallaðir fordómalausir tímar sem eru núna orðnir að fordæmi - einskonar sniðmáti fyrir það hvernig stjórnvöld geta leyst öll heimsins vandamál með einu pennastriki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi. Með því að framlengja það í sífellu.

En afleiðingar slíks eru verri en veiran sem menn kalla ógnina. Afleiðingar aðgerða á veirutímum eru ennþá að taka sinn toll. Sjálfsvíg, hjartavandamál ungra karlmanna, verðbólga í kjölfar peningaprentunar og margt annað er ennþá að plaga samfélag okkar. Þetta veldur ákveðinni gremju í samfélaginu sem veldur stjórnmálamönnum óþægindum. Það kæmi mér því ekkert á óvart að menn séu að undirbúa að skella í nýja veirutíma, eða gera alvöru úr neyðarástandi vegna svokallaðra loftslagsbreytinga.

Lexían sem lærðist af veirutímum er lítil sem engin. Sóttvarnarlæknar veirutíma hafa ýmist látið sig hljóðlega hverfa eftir að hafa fundið eftirmenn sem kannast ekki við neinar rannsóknir eða þegja eins og gröfin um afleiðingar meðmæla þeirra sem urðu að reglugerðum. Stjórnmálamenn sem enn sitja í embættum kjörinna fulltrúa benda á sóttvarnarlæknana.

Hið jákvæða er samt að sprauturnar sem áttu að vera svo ágætar eru smátt og smátt að hverfa úr umferð: Aldursviðmiðin fyrir þær hækkuð og hækkuð og alltaf minna gert úr ágæti virkni þeirra. Og hlutabréfverð framleiðenda þeirra síga á meðan niður.

Aðgerðirnar gegn veirunni voru hættulegri en veiran. Miklu hættulegri, og fyrir marga banvænar. Maður verður því uggandi þegar gamla vísan um ný afbrigði er þulin. Sérstaklega þegar enginn virðist hafa lært sína lexíu. 


mbl.is Stærsta breytingin síðan Ómíkron uppgötvaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir: Skógareldar í Evrópu í sögulegu lágmarki

Það er ástæða til að gleðjast. Skógareldar eru í miklu lágmarki í Evrópu og ástandið hefur sjaldan verið betra. Hamfarahlýnunin og stiknun jarðar er sem betur fer ekki að leiða til aukinna tilfella bruna, þ.e. ef brennuvargar halda sér til hlés.

Eða svo segja gögn.

brenna

Við getum alveg fyrirgefið blaðamönnum fyrir að missa sjónar á heildarmyndinni. Þeirra vinna er sú að hræða okkur daglega, ekki róa okkur niður til lengri tíma, enda engin sala í því.


mbl.is Fleiri flýja heimili sín á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarástand sem lausn allra vandamála

Það er óhætt að fullyrða að ýmsir sáu í veirutímum mikil tækifæri. Neyðarástandi var lýst yfir og mikil hræðsla framleidd og uppskeran var skíthræddur almenningur sem lét loka sig inni, smala sér í pinnaraðir og sprautuhallir og var hvatt til að klaga nágranna sína til lögreglunnar ef þeir voguðu sér að bjóða vinum í heimsókn.

Það er engin ástæða til að velta því fyrir sér hvernig íbúar Norður-Kóreu sætta sig við yfirgang þarlendra yfirvalda. Við erum af nákvæmlega sömu tegundar fólks. Munurinn á Íslandi og Norður-Kóreu er aðallega í stigi kúgunar, ekki eðli. 

Í nýlegum leiðara í Morgunblaðinu er tekið dæmi um hugmynd að neyðarástandi sem á að laga ákveðið vandamál. Mér finnst hann góður og birti í heilu lagi:

Kannski mönn­um hafi þótt nóg um óvenju­lega veður­blíðu und­an­far­inna vikna, en af ein­hverj­um ástæðum flutti Rúv. frétt um álit Fé­lags lækna gegn um­hverf­is­vá á ástand­inu. Það hef­ur ákveðnar skoðanir á því eins og e.t.v. má ráða af nafn­inu og Hjalti Már Björns­son, formaður fé­lags­ins, skóf ekki utan af því.

Hann kvað Íslend­inga „skelfi­lega um­hverf­is­sóða“ sem losuðu meira af gróður­húsaloft­teg­und­um á mann held­ur en all­ir jarðarbú­ar geri. Ástandið væri hörmu­legt og „staðan í um­hverf­is­mál­um í dag er bara eig­in­lega sótsvört“. Hann sagði fé­lagið gefa stjórn­völd­um fall­ein­kunn, aðgerðir þeirra væru „bara aumk­un­ar­verður grænþvott­ur“.

Þetta eru stór orð og verður fróðlegt að heyra viðbrögð Fé­lags bíla­sala gegn um­hverf­is­vá og Fé­lags bóka­safnsvarða gegn um­hverf­is­vá. Viðtalið hefði þó verið áhrifa­meira ef ekki hefði blasað við gró­andi og heiður him­inn.

Ekki stóð á svör­um um hvað til ráða væri. „Það þarf í fyrsta lagi að fara að hlusta á lofts­lags­ráð og þá vís­inda­menn sem mest vita um þetta. Það þarf að lýsa yfir neyðarástandi og færa alla stjórn­sýslu á Íslandi á neyðarstig og grípa til rót­tækra aðgerða.“

Það var og. Fyrst að lýsa yfir neyðarástandi og setja stjórn­sýslu á neyðarstig, en þá fyrst má huga að rót­tæk­ari aðgerðum. Sú nálg­un ber hófstill­ingu fé­lags­ins og virðingu fyr­ir lýðræði og mann­rétt­ind­um fag­urt vitni.

Hugmyndir um neyðarástand í loftslagsmálum eru ekki nýjar. Mér skilst að neyðarástandið sé orðið slíkt að jörðin sé hreinlega að stikna. Þegar lokanir veirutíma voru tiltölulega nýlega gengnar í garð fór loftslagskirkjan strax að gæla við hugmyndir um að skella öllu lás, í nafni loftslagsins. Betri er innilokaður maður en maður í bíl á leið í vinnu eða frí. 

Með því að lýsa yfir neyðarástandi er hægt að kippa leiðigjörnum formsatriðum eins og stjórnarskrá, réttarríki, lýðræði, málfrelsi og jafnvel eignarétti úr sambandi. Áskorunin felst aðallega í því að hræða almenning og þá helst þannig að hann stuðli sjálfur að því að halda sér hræddum. 

Mér sýnist þetta ganga alveg ljómandi vel þegar kemur að veiruhræðslu og ótta við hamfarastiknun jarðar. Bráðum þurfum við einnig hræðslu við hryðjuverkamenn sem vilja ekki láta gelda börnin okkar, njósnara á vegum Rússlands sem vilja ekki senda unga menn í hakkavélar á sléttum Úkraínu og klappstýrur Trump sem vilja bjarga börnum úr kynlífsþrælkun ríkra barnaníðinga.

Neyðarástandið leysir þessi hvimleiðu vandamál. Er eftir einhverju að bíða?


Hvað er kynið þitt?

Ég rakst á þessa litlu hugleiðingu sem er alveg þess virði að snara á íslensku:

Kynjahugmyndafræðin er á þessum tímapunkti faraldur, sem sundrar fjölskyldum og nýtir sér óöryggi og rugling ungs fólks. Ekki einn talsmaður segir neitt eins og: Ég geri mér grein fyrir því að það sem er verið að biðja þig um getur verið erfitt að samþykkja. Við erum að biðja þig um að auka skilning þinn á viðfangsefni sem hefur virst fast í þúsundir ára. Við erum að biðja um hraðar og róttækar breytingar á samfélagi okkar og réttarkerfi. En vinsamlegast íhugaðu það sem við erum að segja og búðu til pláss fyrir okkur í siðferðisreikningi þínum.

Ha! Ekki möguleiki. Þess í stað ertu stimplaður „transfóbískur“, hvað sem það á að þýða, og þú veist að þú ættir að halda kjafti í vinnunni og á almannafæri ef þú vilt ekki láta eyðileggja þig.

Svo það sé ítrekað, rökhugsun er ekki að verki hér. Þetta er fullyrðing og kúgun.

**********

Gender ideology is at this point an epidemic, splitting families apart and exploiting the insecurities and confusion of youth. Not a single proponent says anything like, "I realize that what is being asked of you may be hard to accept. We are asking you to expand your understanding of a subject that has seemed fixed for thousands of years. We are demanding rapid and radical changes to our society and legal system. But please consider what we´re saying, and make room for us in your moral calculus."

Ha! Fat chance. Instead you´re demonized as a "transphobe," whatever that´s supposed to mean, and you know you´d better keep your mouth shut at work and in public if you don´t want to be ruined.

Again, reason is far from here. It´s assertion and suppression.

Ég hef engin svör. Þau eru mörg ungmennin sem hrífast af tíðarandanum, eiga við raunveruleg vandamál að stríða, fá enga raunverulega athygli og leyfa sér að synda með straumnum í von um samþykki. 

Er ég transfóbískur? Nei, það finnst mér ekki. Er ég opinn fyrir því að einhver ræði við ung börn mín um að þau gætu skorið af sér kynfærin fyrir kynþroska og sjálfræði? Nei. Kannski er það millivegur til umræðu sem heldur öllum dyrum opnum, eða hvað?


Hvað segir Pútín-sleikjan?

Opinská, gagnrýnin og opinber umræða er svolítið í vörn. Okkur er einfaldlega sagt hvaða skoðanir eru réttar og oft hverjar eru rangar og þeir sem andmæla eru að reyna drepa gamla fólkið, moka í vasa Pútíns, styrkja Trump og sýna þeim fordóma sem vilja grýta kvenfólk til dauða. 

Margir eyða dágóðum tíma á dag í að fylgjast með fréttum. Kannski er þá þess virði að eyða 7 mínútum og 26 sekúndum í að hlusta á mjög samþjappaða frásögn af því sem fréttatímarnir fjalla ekki um. Bara hugmynd!

(Allt viðtalið sem þetta brot er tekið úr má nálgast á Brotkast.)

Ertu núna Pútín-sleikja? Trumpisti? Auðvitað ekki. Þú heyrðir bara aðra hlið málsins en þá sem frekar lítill hópur einstaklinga valdi að segja þér ekki frá. Skoðanamyndunin er eftir sem áður í þínum höndum. Ef þú vilt.


Borgaraleg óhlýðni og annað yndislegt

Það er alveg ágætt að vera með lýðræði og láta kjörna fulltrúa rífast í ráðhúsum og þingsölum þar til einhver útþynnt málamiðlun nær rétt svo að skríða í gegn.

Enn betra er að búa í samfélagi þar sem drífandi aðilar berja á hindrunum þar til þær hrynja til grunna. Það eru töffarar.

Einn slíkra töffara er athafnamaðurinn og vínsalinn Arnar Sigurðsson. Með fyrirtæki sínu, Sante, braut hann í raun á bak aftur ríkiseinokun á áfengissölu á Íslandi. Hann sigraði lögfræðingasveitirnar sem voru sendar á eftir honum. Íslendingar stóðu við bakið á honum með því að versla við hann, oft í bílförmum. 

Núna slást aðrir töffarar í hópinn. Þessi ummæli eru skemmtileg:

Sú her­ferð hins op­in­bera [að hvetja fólk til að vera snemma á ferðinni að kaupa áfengi fyrir verslunarmannahelgina] hafi orðið hvat­inn að því að Heim­kaup aug­lýstu und­ir orðunum „Svíkið ríkið“. Viður­kenn­ir hún [Gréta María Grét­ars­dótt­ir, framkvæmdastjóri Heimkaupa] að með þessu sé verið að pönk­ast í stöðnuðu fyr­ir­komu­lagi sem hún seg­ir löngu gengið sér til húðar.

Þeir sem vilja áfram versla við ríkið fá líka eitthvað fyrir sinn snúð því raðirnar í ríkisverslununum eru orðnar mjög litlar. Senn fer nú samt að koma að því að stórar uppsagnir taki við þar. 

Borgaraleg óhlýðni er á sérhverjum tíma í umhverfi óréttlætis alveg bráðnauðsynleg. Á veirutímum ýtti hún á yfirvöld að hætta að eyðileggja samfélagið. Á sínum tíma þrýsti hún á ríkið að afnema einkarétt á rekstri útvarps- og sjónvarpsstöðva. Allskyns boð og bönn, yfirgengileg skattlagning, stjórnlaust bákn og veruleikafirrtir stjórnmálamenn eru mögulega örlög okkar, en það er hægt að spyrna við fótum og oft eru það einu skilaboðin sem heyrast.

Við skulum pönkast á stöðnuðu fyrirkomulagi, með orðum framkvæmdastjórans. 


mbl.is Heimkaup berjast gegn úreltum viðskiptaháttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðir til að féfletta launamanninn

Kæri lesandi,

Ég er að vinna að svolítilli blaðagrein (sennilega fyrir Morgunblaðið) sem fjallar um leiðir til að féfletta launamanninn. Ég tel mig hafa náð nokkuð vel utan um það en er kannski að gleyma einhverju mikilvægu.

Vantar eitthvað á þennan lista?

  • Verðbólga
  • Framúrkeyrsla á fjárheimildum hins opinbera
  • Miklar og þungar reglur með tilheyrandi eftirliti og leyfisgjöldum
  • Fákeppni vegna þungs regluverks
  • Einokunarrekstur ríkisins
  • Lántökur hins opinbera (ríkis, sveitarfélaga, opinberra fyrirtækja)
  • Frysting á framboði í umhverfi aukinnar eftirspurnar, þá sérstaklega á rafmagni (sem þrýstir upp verði og blæs út hagnað rafmagnsframleiðenda sem opinberir eigendur stinga í vasann)
  • Jaðarskattar (á t.d. húsaleigubætur og ellilífeyri)
  • Almennt svindl, þjófnaðir og innbrot (þar sem glæpamaðurinn er a.m.k. ekki að þykjast vera ræna fyrir hönd þess rænda)

Öll hjálp vel þegin. Þá næ ég kannski að senda til birtingar um helgina og sjá birt eftir helgi. Fínt veganesti fyrir stjórnmálamenn í vetur. 


Á meðan, í Reykjavík

Læt myndirnar um að segja hérna litla sögu af illa reknu sveitarfélagi sem sækir ekki lengur sorpið og bíður þar til krakkar eru langt gengnir í grunnskólaaldur áður en þeir fá pláss á leikskóla.

rvk_kynnisferd

rvk-yfirdrattur

Hérna hefur náðst þverpólitísk sátt um að renna á seinustu yfirdráttarheimildinni í utanlandsferð á kostnað annarra. 

Hvar endar þetta? Á skattgreiðendum landsbyggðarinnar?


Örvun­ar­bólu­setn­ingin sem endaði í ruslatunnunni (með lífrænum úrgangi)

Þá eru þær komnar aftur, fyrirsagnirnar. Þessar um að smitum vegna einnar tiltekinnar veiru (en ekki annarra) sé að fjölga og að sumir hópar þurfi að fara í örvun­ar­bólu­setn­ingu af því fyrri sprautur séu nú orðnar gagnslausar. Bara sextugir og yfir að þessu sinni, en meira en ekkert. 

Svona fréttir skipta reyndar engu máli. Þeir sem eru ákafir í að láta sprauta sig eru í sífellu að banka upp á hjá heilsugæslunni og biðja um sprautur. Ég er að vinna með einum slíkum. Hann vill fá sína áfyllingu eins og hann orðar það. Aðrir hunsa svona ákall um að láta sprauta sig. 

Það er samt ástæða til að vera á varðbergi. Við munum kannski hvernig veirutímar hófust. Skilaboðin í upphafi voru þau að áhættuhópar væru kortlagðir og aðrir þyrftu ekki að hafa áhyggjur, að áherslan ætti að vera á að verja áhættuhópa, grímur geri ekkert gagn og skólar eigi að vera opnir og líf krakka að haldast sem eðlilegast.

Skyndilega skiptu allir spekingarnir um skoðun: Grímurnar voru orðnar að skyldu, skólar gætu ekki verið opnir og nýtt tilraunalyf handan við hornið sem myndi leysa öll vandamál, gefið að það tækist að sprauta um tvo þriðju hluta samfélagsins. Síðar hækkaði það hlutfall og hefur í raun aldrei hætt að hækka síðan enda talin ástæða til að sprauta reglulega um ókomna tíð.

Svona vatt líka loftslagsvitleysan upp á sig og gerir enn. Jörðin er víst að stikna núna, hvorki meira né minna. Einu sinni voru ruslatunnurnar ein við hvert heimili og verða núna fjórar og dæmi erlendis frá benda til að enn sé rými fyrir fleiri, sem verða væntanlega tæmdar enn sjaldnar en þessar fjórar.

Núna eru einhverjar fyrirsagnir um smit komnar á stjá (líka í erlendum fjölmiðlum). Þetta gæti þróast út í nýja geðveiki eða dáið út eins og apabólan (með hæðnisglósum).

Það er ástæða til vera á varðbergi og jafnvel gott betur en það: Hrópa þessa vitleysu niður og aðrar í leiðinni.


mbl.is COVID-greiningum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myglan og reykingar

Hvernig stendur á því að mygla sé nú að breiða úr sér eins og sinueldur og valda veikindum, kostnaði, töfum, röskunum og óþægindum?

Er það vegna þess að menn eru meira vakandi? Fylgjast betur með? Grípa í taumana í tæka tíð? Það sýnist mér ekki. Ég hef lesið viðtöl við foreldra sem hrópa og góla svo mánuðum skiptir yfir veikum börnum og ekkert á þá hlustað fyrr en allt er komið í óefni.

Er það vegna þess að menn kunna ekki lengur að byggja hús og innrétta? Skella gólfefnum á blauta steypu og annað slíkt? Mögulega skýrir það eitthvað af myglumálunum en varla þau í byggingum sem voru reistar þegar menn kunnu að byggja.

Ég heyrði frumlega skýringu um daginn sem ég stenst ekki að viðra.

Síðan menn hættu að reykja sígarettur innandyra þá eru menn ekki eins duglegir að lofta út og hleypa nýju lofti inn og raka út. Núna eru gluggarnir lokaðir til að spara kyndingu, loftræstikerfum er treyst fyrir loftskiptunum og raki sem þau ná ekki til fær að liggja svo mánuðum skiptir.

Nú er ég ekki að mæla með því að menn taki á ný upp tóbaksreykingar innandyra, en menn gætu kannski hegðað sér eins og kennarinn sé reykjandi í kennslustund og þurfi að tryggja nemendum eitthvað ferskt loft.

Og auðvitað á spítölum og öðru húsnæði þar sem mikið af fólki sendir rakt loft úr líkama sínum.

Talandi um reykingar, nú á tímum orkuskipta (orkuskorts): Einn vinnufélagi minn sagði mér frá ástandinu í Danmörku á 8. áratugnum þegar mikill orkuskortur plagaði samfélagið. Fólk átti helst ekki að baða sig oftar en einu sinni í viku og öll orkunotkun skorin við nögl. Þá kom sígarettan til bjargar með sinni lykt og tjöru sem faldi lyktina af súrum sokkum og sveittum handakrikum. 

Nú er ég ekki að mæla með því að menn taki á ný upp tóbaksreykingar innandyra, en kannski margir muni neyðast til þess þegar orkuskiptin (orkuskorturinn) ná hámarki og baðvatnið skammtað.


mbl.is Mygla hefur áhrif á skólastarf víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband