Bloggfærslur mánaðarins, september 2021

Gott dæmi um meingallaða blaðamennsku

Svolítil frétt um veirusmit þekkts spjallþáttarstjórnanda er gott dæmi um meingallaða blaðamennsku pipruð léttum áróðri.

Grípum niður í fréttina á nokkrum stöðum.

Einn vin­sæl­asti hlaðvarps­stjórn­andi heims, Joe Rog­an, hef­ur greinst með kór­ónu­veiruna. Hann hef­ur sætt gagn­rýni und­an­farið fyr­ir að halda því fram að óþarfi sé fyr­ir ungt fólk að láta bólu­setja sig gegn veirunni.

Hann vill einfaldlega að þetta sé rætt og dregur í efa gildi sprautuefna fyrir ungt fólk, sem er skiljanlegt. En meira um Joe og sprauturnar síðar.

Hann seg­ist hafa tekið inn fjöl­mörg lyf til þess að vinna bug á ein­kenn­um veirunn­ar, þar á meðal lyfið iver­mect­in, sem marg­ir halda fram að vinni gegn veirunni. Litl­ar hald­bær­ar sann­an­ir eru þó því til stuðnings.

Þetta er rétt. Joe tók nokkur lyf og læknaði sig af COVID-19 á þremur dögum. Meira um það hér og auðvitað á Instagram-aðgangi Joe

Hvað varðar ivermectin og hinar litlu haldbæru sannanir þá er það einfaldlega rangt. Oxford-háskóli hefur séð nóg til að réttlæta umfangsmikla rannsókn á efninu sem meðferð gegn COVID-19.

Ivermectin as an adjunct reduces the rate of mortality, time of low O2 saturation, and duration of hospitalization in adult

 ... segir í einni rannsókn.

Here, we show that countries with routine mass drug administration of prophylactic chemotherapy including ivermectin have a significantly lower incidence of COVID-19

.. segir í annarri rannsókn. Og í enn einni rannsókn segir að

... a significantly higher proportion of patients were discharged alive from the hospital when they received ivermectin

Og svona gæti ég haldið endalaust áfram. Vissulega eru vísindamenn ennþá að skoða mismunandi hópa (aldraða, langveika), skammtastærðir, samsetningu lyfjakúra, hvort ákveðin lyf virki betur en sum þegar veikindi eru skammt á veg kominn, eða langt komin, og svona mætti lengi telja. En þetta heita rannsóknir og sumar lofa góðu og aðrar ekki. 

Og þá aftur að blaðamanninum og frétt hans:

Rog­an hef­ur ekki gefið það út op­in­ber­lega hvort hann hafi þegið bólu­setn­ingu gegn kór­ónu­veirunni eða ekki.

Eitthvað er þetta á reiki. Maðurinn var jú að veikjast af COVID-19 sem bendir til að hann hafi ekki fengið sprautu. Á hinn bóginn draga sprauturnar bara úr líkum á veikindum um 10-20% og eru fjarri því að vera örugg vörn. Joe er búinn að mæla með því að þeir sem eldri eru fái sprautu, meðal annars foreldrar hans. En blaðamaður nennti auðvitað ekki að setja það í samhengi.

Það blasir við að þessi frétt er sprautuáróður því sumt er nefnt og annað ekki. Þeir sem nenna ekki að lesa mismunandi heimildir og miðla komast samt aldrei að því. Það má þakka mér seinna.


mbl.is Joe Rogan greindist með veiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar 200 verða 70

Yfirvöld settu á nýjar reglur í sumar. Þeim var ekki hlýtt. Yfirvöld sögðu 200 manna samkomutakmarkanir og fólk frestaði 70 manna brúðkaupum. Yfirvöld sögðu grímuskylda í troðnum og illa loftræstum rýmum og fólk innleiddi grímuskyldur í fámennar og risastórar og vel loftræstar verslanir. Yfirvöld sögðu eitt og fólk gerði eitthvað annað.

Um þessar mundir eru tæplega 4000 manns á Íslandi í einhvers konar stofufangelsi vegna veiru og í tilviki barna sennilega margir fullorðnir fastir heima líka. Fáir á spítala. Búið að sprauta mikinn meirihluta landsmanna. Hörðustu takmarkanir Norðurlanda við lýði. 

Í deildinni minni var að byrja nýr maður í dag og við tókumst í hendur án þess að hlaupa eins og fætur toga að næsta sprittbrúsa. Skrifstofan iðar af lífi og einnig skólar og leikskólar og aðrir staðir þar sem fólk hittist, spjallar saman og skiptist á skoðunum. 

Ekki veit ég hvenær Ísland kemst aftur í gamla normið eins og Danmörk er á leiðinni í núna. Það blasir við að sóttvarnaraðgerðir seinustu missera hafa misst marks á Íslandi. Lítið hjarðónæmi en mikið af sprautum. Smitin ennþá forsíðufrétt á hverjum degi. Neyðarástand á spítala eftir að hann hafði sent stóran hluta starfsfólks síns heim, einkennalaust. Skimanir og hömlur við landamærin, líka fyrir sprautaða. Þetta var tilraun sem gekk illa og þarf að vinda ofan af.

Nema auðvitað að almenningur sé orðinn samdauna og þrífist jafnvel á óttanum. Stokkhólmseinkennið heitir það þegar fórnarlambið sýnir gíslatökumanni sínum samúð og jafnvel stuðning. Eru Íslendingar komnir þangað?


mbl.is Engin grímuskylda í Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband