Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021

Lyfjastofnun fylgist ekki með neinu nema lyfjafyrirtækin segi það

Lyfjastofnun segist nú fylgjast með nýju tilraunalyfi sem á að slá á veikindi vegna veiru. Meira að segja talar hún um úrræði til að veita undanþáguleyfi. 

Merkilegt hvað glænýjum lyfjum lyfjafyrirtækjanna er veittur mikill stuðningur á meðan vel þekkt lyf sem er búið að gefa í milljörðum skammta með góðum árangri gegn ýmsum kvillum eru nánast bannfærð.

Lyfjastofnun fylgist ekki með neinu sem skiptir máli. Hún fylgist ekki með ódýrum og einföldum meðferðarúrræðum sem er búið að skoða, prófa og sannreyna ítrekað um allan heim.

Hún fylgist ekki með alvarlegum aukaverkunum nýrra lyfja sem gera fólk að sjúklingum nema þau drepi fyrst.

Hún fylgist ekki með vísindalegri umræðu.

Hún fylgist í raun bara með því sem erlend lyfjafyrirtæki segja henni að fylgjast með. Það heitir ekki að stunda óháð eftirlit. Það heitir að vera leppur, gúmmístimpill, strengjabrúða. Stofnun sem stendur á milli lækna og meðferða á meðan glænýjum lyfjum er veitt undanþága undir fölsku flaggi öryggis á að afnema með öllu. Já, afnema. Leggja niður. Loka.


mbl.is Lyfjastofnun fylgist með Covid-lyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virka sprauturnar verr á Íslandi en Danmörku?

Ég vil byrja á að þakka DV og öðrum íslenskum fjölmiðlum fyrir að fjalla ítrekað um stöðu veiru í Danmörku. Danskir fjölmiðlar eru mikið til hættir því og því þægilegt að geta farið á DV fyrir slíkt.

Auðvitað er eitthvað fjallað um veiru í Danmörku. Smitin eru á blússandi uppleið. Kannski mun danska þingið bráðum ráða ráðum sínum og ræða einhvers konar aðgerðir. Ekki er lengur mögulegt fyrir forsætisráðherra Dana að stjórna öllu eins og fyrir ári. Sumir álitsgjafar biðja atvinnulífið um að taka því rólega. Yfirvegun í hávegum höfð.

Sama rólega yfirbragð er á viðbrögðum sérfræðinga við fjölgandi smitum. Allan Randrup Thomsen, prófessor í veirufræðum við Kaupmannahafnarháskóla, segir til dæmis um smitin (í lauslegri þýðingu minni):

Smitin gefa vísbendingu en það áhugaverðasta er fjöldi nýrra innlagna á dag.

Einnig (áhersla mín):

Það er álagið á heilbrigðiskerfið sem ákvarðar að miklu leyti hversu alvarlegum augum við eigum að líta á þennan faraldur. Sérstaklega núna þegar það er ekki sama samhengi milli fjölda smitaðra og fjölda sem leggjast inn.

Ekki sama samhengi? Hvernig stendur á því? Prófessorinn er með tilgátu: Bóluefnin draga úr alvarlegum veikindum. Gott og vel, en bara í Danmörku? Það er búið að sprauta hlutfallslega miklu fleiri Íslendinga en Dani. Veiran hefur nokkurn veginn leikið lausum hala í Danmörku síðan í lok sumars. Engu að síður er heilbrigðiskerfi Dana fjarri álagsmörkum sínum. 

Hvernig stendur á þessu? Er veiran hættulegri á Íslandi? Sprauturnar gagnslausar?

En bíddu nú við, Danir höfnuðu mikið af þessu glundri sem Íslendingar drukku ógagnrýnir í sig, svo sem Janssen og AstraZeneca. Er skýringin sú að efnin sem Danir völdu virki svona miklu betur? Pfizer og allt það.

Nei, segir þá einhver. Í Ísrael hefur Pfizer ekki hjálpað neitt. Þar er fólk á leið í þriðju og bráðum fjórðu sprautuna. Nema auðvitað bókstafstrúarfólkið sem hafnar sprautum. Allt því að kenna að Ísrael er í klessu. Sprauturnar eru fullkomnar, og þeim mun fullkomnari eftir því sem þeim fjölgar í handleggnum á þér, í hvert skipti með yfirvofandi hættu af alvarlegum aukaverkunum.

Við getum kannski bara endað á að kenna veðrinu um allt. Smitin er svipað mörg í Danmörku og á sama tíma fyrir ári. Smitin eru svipað mörg á Íslandi og á sama tíma fyrir ári. En núna er Danmörk opin eins og árið 2019 en Ísland takmarkað eins og á tímabilum árið 2020. Gamla góða normið í Danmörku (og helst vonandi þannig) og nýja ömurlega normið á Íslandi.


Lofts­lags­ráðstefn­an COP26 er hringleikahús

Óháð því hvort losun manna á koltvísýringi hafi einhver áhrif á loftslagið í heild sinni þá hljóta flestir að hugsa, innst inni, að loftslagsráðstefnur séu bull og þvæla og hringleikahús sem skila engu. Meira að segja veirur halda sig fjarri slíkum ráðstefnum.

Sem betur fer sjá ríki eins og Indland í gegnum reykinn. Þar á bæ lofa menn engu nema því sem hvort eð er má teljast raunhæft. Önnur líta á loftslagsráðstefnur sem tækifæri til að krækja sér í ókeypis peninga sem má svo kannski nota til að stækka flugvelli á eyjum sem eiga að vera sökkva. Hvað ætli tryggingafélög segi við því?

Þar með er ekki sagt að orkuskipti þurfi ekki að eiga sér stað í enn eitt skiptið. Þau fyrstu eru í sumum heimshlutum þau að fara frá engri orku til einhverrar orku. Næsta skref er að fara frá skítugri orku til hreinnar orku. Sumir vilja svo reyna að fara frá innfluttri orku til innlendrar orku. Allt þetta tekur tíma og krefst fjármagns sem krefst auðsköpunar sem krefst aðgengis að hagkvæmri orku. Loftslagsráðstefnur eru hér gagnslaust tól og því best nýttar til að leggja sig aðeins.


mbl.is Biden sér „rosaleg“ tækifæri í loftslagsbaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamenn hættir að syngja í kór?

Undanfarnar vikur hefur borið meira og meira á því að blaðamenn eru hættir að syngja í kór með æðstuprestum hræðsluáróðurs og barnasprautuherferða. Lítið dæmi er frétt um nýjasta andlát einstaklings með Covid-veiruna. 

Blaðamaður Fréttablaðsins segir:

Einn sjúklingur lést úr Covid-19 á Landspítalanum í dag.

Blaðamaður Vísis segir:

Einstaklingurinn sem lést á Landspítalanum af völdum Covid-19 um helgina var lagður inn á spítalann af öðrum orsökum.

Blaðamaður Morgunblaðsins segir:

Maður smitaður af Covid-19 lést á Land­spít­al­an­um í dag. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is lá maður­inn inni á Land­spít­ala þegar smitið greind­ist og ekki hef­ur enn feng­ist staðfest hvort um sé að ræða and­lát af völd­um sjúk­dóms­ins.

Hérna falla flestir blaðamenn í gildru. Þeir kveða upp dánarorsök áður en sjálfur spítalinn gerir það. Kannski dó maðurinn úr Covid-19 en kannski úr meininu sem hann fór á spítala vegna.

Kannski Íslendingar sem látast í umferðarslysum með veiru í sér verði bráðum flokkaðir sem fórnarlömb veiru.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband