Lofts­lags­ráðstefn­an COP26 er hringleikahús

Óháð því hvort losun manna á koltvísýringi hafi einhver áhrif á loftslagið í heild sinni þá hljóta flestir að hugsa, innst inni, að loftslagsráðstefnur séu bull og þvæla og hringleikahús sem skila engu. Meira að segja veirur halda sig fjarri slíkum ráðstefnum.

Sem betur fer sjá ríki eins og Indland í gegnum reykinn. Þar á bæ lofa menn engu nema því sem hvort eð er má teljast raunhæft. Önnur líta á loftslagsráðstefnur sem tækifæri til að krækja sér í ókeypis peninga sem má svo kannski nota til að stækka flugvelli á eyjum sem eiga að vera sökkva. Hvað ætli tryggingafélög segi við því?

Þar með er ekki sagt að orkuskipti þurfi ekki að eiga sér stað í enn eitt skiptið. Þau fyrstu eru í sumum heimshlutum þau að fara frá engri orku til einhverrar orku. Næsta skref er að fara frá skítugri orku til hreinnar orku. Sumir vilja svo reyna að fara frá innfluttri orku til innlendrar orku. Allt þetta tekur tíma og krefst fjármagns sem krefst auðsköpunar sem krefst aðgengis að hagkvæmri orku. Loftslagsráðstefnur eru hér gagnslaust tól og því best nýttar til að leggja sig aðeins.


mbl.is Biden sér „rosaleg“ tækifæri í loftslagsbaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Var Kata Kobba ekki að segja að með aukinni skattheimtu mætti bæta loftslagsvána???? Úrlausnarleiðir vinstrimanna finna þeir ávalt í vösum skattgreiðenda. Kata kallar síðan eftir því að laun hennar verði hækkuð svo hún finni ekki fyrir skatthækkunum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.11.2021 kl. 10:18

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það ætti nú bara að afnema skatta á laun opinberra starfsmanna. Þetta er ekkert nema hringlandaháttur með peninga sem hefur þann eina tilgang að fá opinbera starfsmenn til að líða eins og þeir séu að leggja eitthvað af mörkum. Vissulega er vinna þeirra framlag en þeir eru útgjaldaliður eins og starfsmanna- og ræstingadeildir fyrirtækja eru útgjaldaliður. 

Geir Ágústsson, 2.11.2021 kl. 10:50

3 identicon

Verst er að nú ætla lífeyrissjóðirnir hoppa

á vagninn í grænu mýrina.  Með 580 milljarða

framlagi af lífeyrissparnaði landsmanna.

Guð blessi Ísland.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.11.2021 kl. 15:18

4 identicon

Það verða því ekki bara grænu skattirnir,

tollarnir og veggjöldin

(ætli sé ekki bara best að kjósa ...)

heldur stefnt að því að ræna lífeyrissjóðina.

All over again:  Guð blessi íslenska þjóð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.11.2021 kl. 15:22

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Símon,

Hafðu ekki áhyggjur. Ríkið mun með skattfé þínu ábyrgjast góða ávöxtun á þessum grænu fjárfestingum sem það fjármagnar með lífseyrissparnaði þínum. Síðan hrökkva kannski einhverjar krónur af þessum fjárfestingum upp í skuldir. Og viti menn, loftslagið staðnæmist við hið fullkomna ár 1990 þegar hitastigið var hreinlega fullkomið.

Geir Ágústsson, 2.11.2021 kl. 16:15

6 identicon

Sæll Geir.

Now you are Talking!

Það þarf að taka þessa hluti af einhverri festu og skynsemi, -

en ekki eins og graðhestar sem teknir hafa verið inn um stundarsakir,
ólmir og vitlausir sem brjóta jaft stíur sem garða!

Húsari. (IP-tala skráð) 2.11.2021 kl. 16:18

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Úr svolitlu fréttabréfi sem ég er áskrifandi að:

One of the main pre-event soundbites of the COP26 summit was the call to ban coal, urged on by the conference’s president Alok Sharma as well as G20 countries, yet coal still has a bright future in Asia. 

Asia’s largest coal consumers, China and India, have been resisting any stringent commitments from the summit as they see coal as a key part of their generation capacity. 

In Asia alone, there are some 200 coal-fired plants currently under construction, 90% of global greenfield coal capacity, with China topping the list with 95 plants and India coming second with 28 projects. 

As of today, of the more than 2,600 coal-powered plants operating globally, 71% are located in Asia. 

Geir Ágústsson, 2.11.2021 kl. 18:42

8 Smámynd: Kristín Inga Þormar

50 manns fór héðan, enda erum við "stórasta" land í heimi!

Kristín Inga Þormar, 2.11.2021 kl. 20:19

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Myndir frá ráðstefnunni:

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2021 kl. 20:55

10 identicon

Myndirnar frá Guðmundi sýna glöggt hinn mikla

hressleika sem ríkir yfir

puntu- dúkkum og gosum auðdrottnanna

og vogunarsjóðanna..

Vantar þó mynd af Kola-Kötu að sniglast þar um. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.11.2021 kl. 00:26

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Topp myndir Guðmundur og undirstrika hvurslags kjaftæði

þessi ráðstefna er.

Kola-Kata var ekki vöknuð á 5 stjörnu hótelinu sínu Símon.cool

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.11.2021 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband