Bloggfærslur mánaðarins, október 2021
Sunnudagur, 3. október 2021
En heppilegt
Leynileg auðæfi og viðskipti þjóðarleiðtoga, stjórnmálamanna og viðskiptajöfra hafa verið gerð opinber í einum stærsta leka á fjármálaupplýsingum í sögunni. Blaðamenn BBC, Guardian og fleiri miðla leiddu rannsókn á yfir 12 milljónum skjala frá 14 fjármálastofnunum í m.a. Panama, Kýpur, Singapore, Sviss og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Sem betur fer sluppu allir starfandi stjórnmálamenn á Vesturlöndum (Pútín svolítið ósnertanlegur sama hvað) við alveg rosalega óvænta afhjúpun, þ.e. þeir sem njóta velvildar BBC, Guardian og fleiri miðla af því tagi.
Því nú skulum við hafa eitt alveg á hreinu: Á hverjum degi er hrópað og kallað á meiri ríkisumsvif. Til að koma þeim á þarf valdameira ríkisvald. Fáir einstaklingar fá þannig meiri völd. Peningar sogast að valdi. Fái stjórnmálamaðurinn ekki peninginn núna í formi mútugreiðslna fær hann þá seinna í formi vænna þóknana fyrir að halda svolitla ræðu sem enginn man síðan eftir.
Að meiriháttar rannsókn BBC, Guardian og fleiri miðla hafi ekki afhjúpað neinn sem situr á fundum í dag og ræðir ellilífeyri sinn við stórfyrirtæki kemur ekkert á óvart. Kannski afhjúpanir seinni tíma, þegar uppáhaldsfólk BBC, Guardian og fleiri miðla er hætt að vinna dagvinnu, leiði annað í ljós.
![]() |
Leynileg auðæfi þjóðarleiðtoga gerð opinber |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 1. október 2021
Þegar veita verður sía
Samfélagsmiðillinn Youtube tilkynnti í dag að röngum upplýsingum um bólusetningar við Covid-19 verði eytt af efnisveitunni.
Og réttum, en sennilega kom það ekki fram í tilkynningunni.
YouTube hefur verið kallað streymisveita. Þar getur fólk deilt efni. Svo er ekki lengur. YouTube hefur tekið upp ritstjórnarstefnu og þar með tekið afstöðu með efni sem það fjarlægir ekki og gegn efni sem það fjarlægir. Fjölmiðill með skoðanir, ef svo má að orði komast.
Það er því skemmtilegur samanburður að raunverulegur og yfirlýstur fjölmiðill eins og Morgunblaðið sé ekki að halda úti ritstjórnarstefnu sinni á bloggsíðunum sem hann hýsir. Á þessum bloggsíðum er ýmsu efni deilt og því dreift og nær oft til mikils fjölda. Meðal annars má nefna myndbönd sem er búið að fjarlægja á YouTube (en finna skjól á raunverulegri efnisveitu).
Einu sinni mátti ekki segja að veira hafi orðið til á rannsóknarstofu. Síðan var það leyft. Núna má ekki gagnrýna sprautur. Kannski það breytist líka einn daginn. Það verður ekki vegna frjálsra skoðanaskipta sem smátt og smátt komast að kjarna málsins heldur breytinga á ritstjórnarstefnu YouTube og annarra slíkra miðla. Ástæða breytinga verður ekki þung og yfirgripsmikil vísindaleg umræða færustu sérfræðinga heldur eitthvað grænt ljós frá einhverjum æðstapresti pólitíska rétttrúnaðarins.
Erum við komin eitthvað lengra síðan Galileó var settur í ævilangt stofufangelsi fyrir að stinga upp á því við páfa og hans lagsmenn að Jörðin snérist í kringum sólina en ekki öfugt?
![]() |
Fjarlægja efni gegn bólusetningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |